fbpx

MOSS X FANNEY INGVARS / TAKK

LÍFIÐMOSS X FANNEY INGVARSOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Ég er bókstaflega ennþá að ná mér niður á jörðina eftir viðtökur á fatalínunni minni, Moss X Fanney Ingvars sem kom í verslanir Galleri Sautján í síðustu viku, fimmtudaginn 11. apríl nánar tiltekið. Ég á ennþá ekki til nein orð sem lýsa tilfinningum mínum en bókstaflega allt, fór langt fram úr mínum væntingum. Þegar við opnuðum dyrnar á slaginu 18 hafði myndast biðröð sem náði yfir hálfa Kringluna! Ég trúði því ekki – enda skældi ég bara þegar við hleyptum inn!
Ég er orðlaus, stolt og óendanlega þakklát!! Takk takk takk allir sem gerðuð ykkur ferð og fögnuðu með okkur þegar línan mín fór í sölu. Þessu kvöldi mun ég aldrei gleyma! Ég ætla að leyfa myndum frá kvöldinu að tala sínu máli. TAKK aftur fyrir frábærar móttökur á fatalínunni minni, Moss X Fanney Ingvars! Þið eruð öll stórkostleg <3

Ég klæddist ‘Elín‘ samfellunni og ‘Edda‘ leðurbuxunum úr Moss X Fanney Ingvars línunni, skórnir eru gamlir úr GS Skóm og eru frá Tatuaggi.  Sara Dögg Johansen farðaði mig svona fínt fyrir kvöldið með vörum frá NYX Professional Make-Up. Hún farðaði mig líka fyrir myndatökuna fyrir Moss X Fanney Ingvars og ég var svo ólýsanlega ánægð. Hún er snillingur fram í fingurgóma. Svo gaman að vera ánægður með sig á svona stórum mómentum.  Dásamlega litla fjölskyldan mín. <3 Myndir frá MBL.is sem Elsa Katrín tók.  Elsku mamma mín, systir mín og dóttir mín. <3  Jóhann Fannar mætti að sjálfsögðu í opnunarteiti frænku sinnar. <3 <3 Elsku amma mín kom og fagnaði með mér. Við erum alnöfnur, einu tvær ‘Fanney Ingvarsdóttir’ á landinu. <3<3Línan mín alveg að verða klár í uppstillingu rétt áður en að klukkan sló 18. Þrátt fyrir stórkostlega mannmergð og mikil þrengsli og læti náði starfsfólk Galleri Sautján að halda þessu ólýsanlega vel! Þær voru algjörlega með puttana á púlsinum og fylltu á jafn óðum og náðu að halda þessu ótrúlega vel! Þær eiga hrós skilið fyrir frábæra þjónustu og frábærlega unnið starf þetta kvöld! Ekki bara mín orð heldur höfðu einnig margir sem ég hitti orð á því! Þjónusta skiptir öllu og mér finnst dásamlegt að allt hafi gengið svona vel þetta kvöld! Takk enn og aftur stelpur fyrir ykkar vinnu! <3

Hún Viktoría okkar sem vinnur hjá NTC tók fullt af myndum af gestum og gangandi sem mig langar að leyfa að fylgja með hér. Takk elsku Viktoría! Ótrúlega gaman að skoða þessar myndir – ég tók ekki eina einustu mynd og því þykir mér vænt um að geta skoðað þessar myndir. Endilega deilið að vild ef þið sjáið kunnuleg andlit! TAKK enn og aftur fyrir komuna og að gera þetta kvöld ógleymanlegt fyrir mig.  Hvað er meira viðeigandi en að popp og kók-istinn sjálfur bjóði upp á popp og kók?

Enn og aftur vil ég þakka Galleri 17 kærlega fyrir tækifærið, trúna og traustið! Elsku Maya mín sem sat með mér á öllum fundum síðan í maí í fyrra og fæddi allar mínar hugmyndir. Takk Helena og Viktoría fyrir okkar frábæra samstarf undanfarna mánuði! Ég var sannarlega heppin með drauma teymi á bakvið mig! <3

TAKK!

Ykkar einlæg,
Fanney

Línan mín er enn í sölu í verslunum Galleri 17 í bæði Kringlunni og Smáralind. Einhverjar flíkur eru búnar en enn er hægt að finna þar fallegar gersemar.

Ég minni á að merkja okkur á Instagram:
@mossxfanneyingvars
@fanneyingvars

ÞÉR ER BOÐIÐ...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1