fbpx

ÞÉR ER BOÐIÐ…

MOSS X FANNEY INGVARSSAMSTARF

Ég trúi ekki að það sé komið að þessu, það er sannarlega ekki á hverjum degi sem maður “launch-ar” fatalínu!
Af því tilefni þætti mér ótrúlega vænt um ef þið mynduð gleðjast með mér í kvöld!

Verið öll hjartanlega velkomin…. 

Fyrstu 20 sem versla úr línunni minni fá veglegan gjafapoka sem ég lagði mikið upp úr að yrði veglegur og flottur. Pokinn er að andvirði rúmlega 30.000 krónur og eru vörurnar sem að í honum eru allar í minni daglegu rútínu. Þar er meðal annars að finna æðislega pakka frá Marc Inbane, BIOEFFECT, NYX Professional Make Up og MorrocanOil. Ég er ótrúlega stolt af gjafapokanum og þakklát þessum fyrirtækjum að gera mér kleift að leyfa ykkur sem verslið úr línunni minni að eignast vörurnar sem ég nota.

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í Kringlunni í kvöld en línan fer í sölu á slaginu 18:00 í Galleri 17.

Endalaus ást og þakklæti
Xxx Fanney

Instagram:
@fanneyingvars
@mossxfanneyingvars

MOSS X FANNEY INGVARS

Skrifa Innlegg