fbpx

LJÓSIN Í ELDHÚSINU

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐHÚSGÖGNSAMSTARF

Jæja núna eru ljósin í íbúðinni okkar hægt og rólega að smella. Við eigum aðeins baðherbergið eftir en annars er allt annað að verða klárt. Mér lá svo á að koma “fyrir og eftir” færslunni um framkvæmdina okkar í eldhúsinu í loftið svo að ég deildi henni áður en að loftljósin voru tilbúin. Núna eru þau loksins tilbúin og allt annað að sjá eldhúsið. Fyrir áhugasama getið þið fundið “uppskrift” af eldhúsframkvæmdinni okkar í færslunni minni HÉR, og getið hlegið af hangandi ljósunum sem prýða loftin í leiðinni haha. Ég talaði um í færslunni að ég skildi birta myndir þegar rétt ljós væru komin upp og lokamynd komin á rýmið, hún kemur því hér!

Það eitt sem ég hef lært er hvað lýsing spilar ótrúlega stórt hlutverk á heimilum. Bæði útlitslega séð að sjálfsögðu, en ekki síður hvað lýsinguna sjálfa varðar en það er ofboðslega mikilvægt að hafa rétta og góða lýsingu á heimilinu sínu. Við búum á Íslandi þar sem getur orðið ansi grátt úti meirihluta ársins. Það er magnað þegar maður áttar sig á því hvað rétt lýsing heima fyrir getur spilað mikinn þátt fyrir andlega heilsu, sérstaklega fyrir þá sem glíma við skammdegisþunglyndi sem við höfum eflaust flest á einhverjum tímapunkti fundið fyrir. Það er því mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að hafa góða birtu á heimilum okkar. Þetta er eitthvað sem hvarflaði ekki að mér, alls ekki! En eftir á meikar þetta sens. Góð og mikil lýsing er ofsalega mikilvæg á heimilum og er ekki verkefni sem ætti að mæta afgangi, að mínu mati. Ég fékk frábæra lýsingarráðgjöf í þessu ferli okkar og nú er ég full fróðleiks varðandi hitt og þetta sem kemur að ljósum og lýsingu á heimilum og fékk fullt af góðum ráðum sem nýtast okkur.

Núna er ég einungis að taka eldhúsið fyrir því ætla ég að halda mig við það. Hitt kemur síðar ;) Við fórum á marga staði í leit að ljósum fyrir íbúðina okkar en það kom ekki annað til greina en að fá okkur ný í allt rýmið. Ljósin sem voru fyrir voru mörg hver biluð, illa farin og ljót svo við komumst ekki upp með annað en að skipta þeim út. Ég endaði á að fara í verslunina PFAFF á Grensásvegi þar sem ég fékk svo dásamlega þjónustu. Þjónusta skiptir mig öllu máli nú til dags og myndi ég aldrei versla við fyrirtæki þar sem þjónustan er ekki almennileg! Upplifunin af kaupunum eru svo allt önnur ef þjónustan er góð. Eruð þið ekki sammála mér þar? – Í PFAFF var úrvalið stórkostlegt og mikið úrval af öllu því sem við höfðum í huga. Í kjölfarið myndaðist frábært samstarf við verslunina eftir að ég hafði þegar fallið fyrir bæði vörum og þjónustu! Ég fékk meiriháttar lýsingarráðgjöf hingað heim til mín sem PFAFF bíður viðskiptavinum sínum upp á. Það finnst mér ofsalega mikilvægt skref þar sem þau hafa miklu betra auga og geta bent manni á ýmsa punkta sem hvarfla ekki að manni. T.d. hvar ljósin eiga að vera staðsett, hvað skal hafa í huga, hvert eiga kastararnir að lýsa, þarf að nýta öll ljósastæðin, hvar þarf aukna lýsingu og hvar ekki og fleira. Ég mæli með því fyrir ALLA að fá lýsingarráðgjöf sem eru í ljósahugleiðingum! Ég var pínu “amazed” eftir þá heimsókn, mér fannst svolítið magnað að heyra þessa punkta sem mig hefði ekki grunað.

Ég var fegin því að sá sem kom hingað heim í lýsingarráðgjöf frá PFAFF hafi verið sammála mér í því að kastarabraut væri sniðug fyrir eldhúsið. Kastarabrautir eru vanalega nýttar í þeim tilgangi ef lítið er um ljósastæði og meiri lýsing er þörf. Þá er sniðugt að tengja kastarabraut við eitt ljósastæði og svo er hægt að raða eins mörgum kösturum á og viðkomandi þarf. Það var hinsvegar ekki vöntun á ljósastæðum í eldhúsinu okkar, né hvergi í íbúðinni. Mér fannst kastarabraut einfaldlega bara svo flott að ég vildi hafa slíka í eldhúsinu! ;) Ég fékk það samþykkt og sé alls ekki eftir því! Við settum líka sömu kastarabraut með sömu kösturum í svefnherbergið okkar.


Hér er nærmynd af kastaranum sem við fengum okkur fyrir ljósabrautirnar en mér fannst þeir ótrúlega stílhreinir og flottir. Þessi er mjórri en flestir aðrir og mega flottir fyrir vikið, að mínu mati og urðu þess vegna fyrir valinu. Fyrir áhugasama eru þeir HÉR. Ljósabrautin okkar í eldhúsinu er 3 metrar. Við erum ótrúlega ánægð með þessa útkomu, vægast sagt!

Ég má til með að leyfa nokkrum “fyrir” myndum af eldhúsinu fylgja með!

 

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRAUMA BORÐSTOFUBORÐIÐ

Skrifa Innlegg