fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR / FYRIR HANN

INNBLÁSTURJÓLAGJAFAHUGMYNDIRJÓLINÓSKALISTINN

Nú líður senn að jólum eins og við flest vitum. Ég hef komið inn á það áður að ég er heimsins mesta jólabarn og finnst jólin og allur aðdragandi jólanna svo dásamlegur tími. Hátíðlegur og skemmtilegur. Ég hef séð fjöldan allan af “jólagjafahugmynda-færslum”, sem eru að sjálfsögðu ekkert nema stórsniðugar þar sem ég held að við könnumst öll við það á einum tímapunkti eða öðrum að vera gjörsamlega hugmyndasnauð þegar kemur að því að velja gjafir fyrir fólkið okkar. Stundum er því afar gott að geta nálgast færslur af slíku tagi til að geta fengið innblástur og hugmyndir. Mér finnst oft vanta fleiri “fyrir hann” lista, svo mig langaði að gera slíka færslu í von um að einhverjir geti nýtt sér það. Sjálf myndi ég eflaust geta sett saman eitthvað “basic” sem mér dettur í hug fyrir karlkynið en ég ákvað hinsvegar að spyrja kærastann minn hann Teit Pál, smekkmann með meiru, hvort að hann væri ekki til í að setja upp slíkan lista fyrir mig sem ég gæti deilt með ykkur hér. Teitur á allt kredit fyrir þetta og eru þetta allt vörur sem eru á hans óskalista. Allar upplýsingar um vörurnar eru svo að finna fyrir neðan myndina.

  1. Heron Preston sokkar. Heron Preston er tryllt merki sem er væntanlegt í Húrra Reykjavík.
  2. Heron Preston T-shirt. Aftur, Heron Preston er merki sem er í miklu uppáhaldi hjá Teiti. Merki sem er væntanlegt í Húrra Reykjavík. Mjög spennandi!
  3. Bang Olufsen Beoplay A1. Þráðlaus hátalari í þægilegri stærð sem hægt er að nota hvar og hvenær sem er. Fæst í Ormsson.
  4. Rimowa Original. Þessi cabin taska er búin að vera á óskalista Teits afar lengi. Falleg, klassísk og stílhrein taska. Fæst t.d. á www.rimowa.com.
  5. Apple Watch 4. Fæst t.d. í Macland.
  6. Common Projects chelsea boots. Skópar er alltaf klassísk jólagjöf sem getur ekki klikkað. Teitur á þessa í ljósu rússkini og hefur lengi verið með augastað á þeim í því svarta. Common Projects skórnir fást í Húrra Reykjavík.
  7. Virgil Abloh x Nike Air Max 97. Geggjaðir sneakers úr smiðju Nike hannaðir í samstarfi við Virgil Abloh. Strigaskór myndu alltaf slá í gegn hjá mínum manni. Þessir tilteknu fást á stockx.com.
  8. Meater kjöthitamælir. Fæst t.d. hjá Símanum.
  9. Le Labo kerti. Le Labo er æðislegt merki sem selur m.a. kerti og ilmi og hefur Teitur notað ilm frá Le Labo í um 2 ár núna. Kerti sem gefur góðan ilm og gerir líka mikið fyrir augað er alltaf gjöf sem gleður. Fæst t.d. á www.endclothing.com.
  10. Han Kjøbenhavn banker frakki. Yfirhafnir eru alltaf tilvaldar í jólapakkann. Þessi tiltekni frakki er frá danska gæðamerkinu Han Kjøbenhavn og fæst í Húrra Reykjavík.
  11. Flos gólflampi. Þessi fallegi gólflampi er á óskalista okkar beggja fyrir nýja heimilið. Þessi lampi er klárlega í dýrara lagi en mikið sem hann er fallegur. Flos lamparnir fást í Lúmex.
  12. BIOEFFECT Day SerumEGF Serum og Volcanic Exfoliator. Ég ætla rétt að vona að allir karlmenn viti það nú þegar að BIOEFFECT er fyrir alla, ekki bara kvenkynið. Þessar þrjár vörur sem Teitur tekur saman eru allar í hans rútínu sem hann notar óspart. Ótrúlega tilvalin jólagjöf sem ég mæli eindregið með. BIOEFFECT vörurnar fást á öllum helstu stöðum, til dæmis; HagkaupFríhöfninniApótekumAndreA og er nú meira að segja komið í margar verslanir Sephora fyrir ykkur sem búið erlendis.
  13. KitchenAid hrærivél Black Tie. Heimilisvara sem við eigum alltaf eftir að fjárfesta í. Fæst m.a. í Ormsson.
  14. Bang Olufsen Beoplay A9. Önnur vara sem eflaust er dýrari en eðlilegt þykir fyrir jólagjöf en við ákváðum samt að leyfa þessum magnaða Bang Olufsen hátalara að fylgja með á jólalistann. Þessi yrði afar velkominn á okkar heimili í náinni framtíð. Fæst í Ormsson. Ps. ég tók eftir því á heimasíðu Ormsson að Bang Olufsen vörurnar eru á góðum afslætti! Ég mæli með fyrir áhugasama.
  15. Acne Studios T-shirt. Fatamerkið Acne Studios þekkja flestir. Guðdómlega fallegt! Fæst meðal annars á acne.com.
  16. Peel hleðslutæki. Fallegt og stílhreint hleðslutæki til að hlaða símann. Fæst á buypeel.com.
  17. Norse Projects húfa. Fæst í Húrra Reykjavík.
  18. Norse Project Niels Globe T-Shirt. Væntanlegt í Húrra Reykjavík.
  19. A-Cold-Wall Socks. Fást á www.endclothing.com.
  20. Yeezy Boost 700 v2. Geggjaðir sneakers sem vonandi(!) koma í Húrra Reykjavík.

Vonandi gefur þetta einhverjum góð ráð. Ég er að spá í að biðja Teit um að gera lista af þessu tagi fyrir öll hans afmæli og jól. Það myndi allavega auðvelda mér ansi mikið!

PS. Ég skulda ykkur fullt af færslum varðandi framkvæmdir í íbúðinni og eru þær allar væntanlegar. Ég ætla að gera færslur varðandi allt sem við höfum gert, skref fyrir skref. Við höfum lítið getað gert undanfarna daga þar sem parket vinnan hefur tekið lengri tíma en við þorðum að vona. Lokaákvörðun var sumsé að pússa það og lakka og á meðan slíkri vinnu stendur er ekkert hægt að gera í íbúðinni. Við stefnum nú á að flytja inn á miðvikudaginn – korter í jól, bókstaflega. Svo er mín allra besta vinkona að gifta sig þann 22. desember og fékk ég þann heiður að vera veislustjóri. Það er því smá auka vinna sem fylgir því núna í vikunni sem er ekkert nema spennandi og skemmtilegt! Ég hlakka til að segja ykkur frá þessu öllu saman xx

Ég minni ykkur á að ég er dugleg að segja frá og gefa update frá framkvæmdum á Instagraminu mínu: fanneyingvars

Þangað til næst,
Fanney xxx

JÓLALÍNA HILDAR YEOMAN -

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    16. December 2018

    AAAAAAALGJÖÖÖÖRLEGA spot on!!