fbpx

JÓLALÍNA HILDAR YEOMAN –

OUTFITSAMSTARF

Ég fór í heimsókn í Yeoman á Skólavörðustíg á dögunum en þeir sem fylgja mér vita eflaust að verslunin er í miklu uppáhaldi og kíki ég reglulega þar við. Þessi heimsókn var í þeim tilgangi til að skoða nýju jólalínuna frá Hildur Yeoman, íslenska fatamerkinu sem er þar til sölu. Þessi guðdómlega fallega lína hitti beint í mark hjá undirritaðri og gat ég auðveldlega hugsað mér að eignast hverja einu og einustu flík, svo einfalt var það. Sérstaklega falleg mynstur, mikið glimmer og glamúr, akkúrat í takt við hátíðarnar sem framundan eru. Það sem er líka svo æðislegt við merkið er að þar er að finna kjóla fyrir alla. Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir og allir jafn fallegir! Ég á hinn fullkomna og klassíska rúllukragakjól í gömlu printi frá Hildi Yeoman, sem ég notaði jafn mikið þegar ég var kasólétt og ég geri í dag. Ég mæli eindregið með því að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og kíkja á þessa fallegu línu, sjón er sögu ríkari!

Nú er opið alla daga fram að jólum í versluninni og von er á tveimur nýjum kjólum fyrir jólin(!). Hvað finnst ykkur flottast?

Áfram íslenskt!
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

JÓLAHUGLEIÐING / GESTAPISTILL

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sara

  11. December 2018

  Æðislegar flíkur! Verð að spurja þig hvort að vínrauðu/fjólubláu hælarnir séu líka fáanlegir í Yeoman?

  • Fanney Ingvars

   11. December 2018

   Sammála! Já þeir eru frá íslenska merkinu KALDA sem fást í Yeoman! :)