Tískuhúsin H&M opnuðu í dag dyrnar á glænýrri og stórglæsilegri verslun á Hafnartorgi í hjarta miðborgarinnar. Okkur var boðið í smá fyrirpartý í gær þar sem við fengum forskot á sæluna og fengum að skoða verslunina undir leiðsögn fagaðila frá H&M. Það var afar magnað að labba að versluninni þar sem tilfinningin var eins og að vera staddur erlendis – við vorum allar sammála um það. Reyndar ber allt Hafnartorgið þennan útlanda fýling yfir sér og ég hlakka mikið til þegar fleiri verslanir opna og meira líf verður! Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sjarmerandi svæði muni heilla mikið á komandi tímum.
Það voru nú þegar tvær verslanir H&M hér á landi, bæði í Smáralind og Kringlunni. Þessi nýja verslun niðri í bæ er öðruvísi að því leitinu til að H&M HOME deild er þar að finna. Það gladdi undirritaða afar mikið og var ég hvað spenntust að skoða þá deild. Ég viðurkenni að ég eyddi öllu partýinu þar inni og náði ekki að virða fyrir mér aðrar deildir! Það bíður betri tíma. Ég verð að segja að þetta er afar góð viðbót í húsgagnaflóruna hér á landi þar sem að í H&M Home er að finna fullt af fallegum vörum á vægast sagt ótrúlega góðu verði! Ég náði að versla mér ýmislegt í gær eins og drauma rúmteppi, koddaver, diskamottur og fleiri smávörur sem ég hlakka til að sýna ykkur. Ég keypti mér mun meira en ég ætlaði mér og kom út mörgum þúsundkrónum fátækari… eeen ég fékk mikið fyrir peninginn! Það verður mjög gott að eiga kost á að fara í H&M Home þegar við flytjum í nýju íbúðina í desember! Til dæmis rak ég augun í ótrúlega falleg matarstell á hlægilega góðu verði! Við vorum fjórar af Trendnet-genginu sem mættum í gær og fórum við svo að loknu partýi út að borða með H&M teyminu á nýjan og glæsilegan veitingastað á Laugarveginum sem ber nafnið Nostra. Æðislegt kvöld í meiriháttar félagsskap! Ég tók því miður ekki margar myndir af versluninni sjálfri haha. Speglamyndir er það helsta sem þið fáið að þessu sinni. ;)
Fallegu haustlitir!
Ég birti þessa mynd á Instagram í gær og fékk fyrirspurnir um skóna mína sem eru frá KALDA Shoes og voru keyptir í Yeoman á Skólavörðustíg. Ég veit því miður ekki hvort þeir séu ennþá til. Kápan er kápa drauma minna og var keypt í GK Reykjavík frá merkinu 2nd Day. Ég fjallaði nánar um hana í síðustu færslu.
Gaman með þessum dásamlegu og stórkostlegu konum. Svönu Lovísu og Andreu <3 Team Trendnet <3
Til lukku með stórglæsilega verslun H&M. Það mun sannarlega birta yfir miðbænum í vetur!
Þar til næst,
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg