fbpx

HEIMSÓKN Í YEOMAN

Ég held að við könnumst nú lang flestar við íslensku hönnunina Hildur Yeoman. Fatamerkið er klárlega eitt af mínum uppáhalds íslensku merkjum og er það að finna í ofsalega notalegri verslun sem ber heitið Yeoman og er staðsett á Skólavörðustíg 22B. Ég kíki alltaf reglulega við og fylgist með hvað er nýtt hverju sinni. Um þessar mundir eru stelpurnar að taka upp fullt af nýjum vörum en ásamt því að finna guðdómlega hönnun frá Hildi Yeoman eru þar einnig fallegir skartgripir, skór frá Kalda og Miista og önnur fatamerki eins og t.d. Style Mafia og Love Stories sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég kíkti við í morgun og myndaði mig í nýjum vörum og var í beinni á Story á Instagraminu mínu, undir “fanneyingvars“. Fyrir áhugasama getið þið kíkt HÉR. Ég er ofsalega hrifin af nýju printunum en printin hjá Hildi slá alltaf í gegn! Kjólarnir eru líka afar falleg snið sem að henta öllum, sem mér finnst svo ofboðslega jákvætt. Ég á t.d. vinsæla rúllukragakjólinn frá Yeoman í printi frá því í fyrra, en hann gat ég líka notað þegar ég var kasólétt!
Mig langar líka að minna á að það eru enn nokkrar gersemar að finna á útsöluvegg í Yeoman sem að klárast á morgun! Ég mæli með! Ég ætla að leyfa myndunum hér að neðan að tala sínu máli. Hvað finnst ykkur?

Annars skulda ég ykkur fullt af færslum sem að koma inn á næstu dögum. Ég fékk smá vinnufrí sem var nýtt að mestu leiti úti á landi með fjölskyldu og vinum og fyrir vikið var tölvan bókstaflega ekkert tekin upp! Ég hlakka til að segja ykkur frá. xx

Ég vil líka óska Trendnet til hamingju með frábæru 6 árin! Ég gæti ekki verið stoltari af því að tilheyra þessu flotta teymi og hlakka mikið til alls þess sem framundan er með ykkur! Ég mæli líka með því að fylgjast með krökkunum á tískuvikunni í Köben. Almáttugur hvað ég væri til í að vera með!

Góða helgi xxx

Instagram: fanneyingvars

#samstarf

DRESS

Skrifa Innlegg