fbpx

FÖT TIL SÖLU

FATASALAFLUTNINGAR

Ég var búin að minnast á það hér fyrir stuttu að í vændum væri allsherjar tiltekt í fataskápnum og langaði mig að reyna að selja af mér flíkur og skó afar ódýrt. Í sumar fór ég í gegnum svarta ruslapoka sem urðu eftir í bílskúrnum hjá mömmu og pabba, 7-8 talsins allir fullir af fatnaði og skóm sem ég fór með í Rauða Krossinn. Ég ætlaði alltaf að fara í Kolaportið en fann hreinlega ekki helgi fyrir það og endaði þetta allt í Rauða Krossinum. Ég fór svo í gegnum fataskápinn hér í Barmahlíðinni fyrr í sumar og náði að fylla tvo svarta ruslapoka af fatnaði sem ég notaði minna. Planið var einnig að skella sér í Kolaportið með góssið en ungfrú frestunarárátta hefur ekki látið verða að því frekar enn fyrri daginn. Núna í annað sinn, vegna flutninga sem framundan eru er ég því aftur að fara í gegnum skápinn og ætla að reyna að losa mig við ýmislegt þar sem það er einfaldlega ekki pláss fyrir allan fatnaðinn í nýju íbúðinni. Ég ætlaði mér upphaflega að setja flíkurnar inn hér og leyfa ykkur að senda á mig í kommentum en áttaði mig strax á því hversu erfitt það yrði að sinna því. Ég byrjaði að setja fullt af flíkum inn á Instagram Story hjá mér í gærkvöldi, svo mikið að ég max-aði limitið sem hægt er að setja í Story svo að um helmingur af flíkunum sem ég setti inn hurfu fljótlega. Ég ætla aðeins að nota Instagramið mitt fyrir þetta svo að ég hafi allt á einum stað og ekkert fari í flækju. Ég á enn eftir að fara í gegnum fataskápinn en það sem fór á Instagram í gærkvöldi var það sem ég fór í gegnum í sumar. Ég er nú þegar búin að selja slatta af því sem ég birti í gær og á eftir að laga þetta aðeins sökum þess hversu mikið datt út í gær. Hér eru nokkrar myndir af þeim vörum sem eru nú þegar seldar, bara sem dæmi um það sem er í boði. Ég á eftir að bæta heilum helling við og ætla að reyna að dunda mér í því í dag, um helgina og í byrjun næstu viku.

Þessar flíkur eru allar seldar en það er miklu meira á leiðinni. Ég á líka alveg eftir að fara í yfir skóna. Ég nefni það aftur að ég er að selja þetta afar ódýrt en verðin eru á bilinu 500-3000kr og er algengast á milli 1000-2000kr. Ef þið viljið fylgjast með þessu þá kíkið þið endilega yfir á Instagramið mitt, fanneyingvars og fylgist með í Story. Ofsalega gaman að gefa fallegum flíkum nýtt líf!

Instagram: fanneyingvars

Annars segi ég bara góða helgi,
xxx Fanney

FYRSTI Í SNJÓ

Skrifa Innlegg