FYRSTI Í SNJÓ

…Allavega á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var fallegt að vakna í gærmorgun og sjá allt hvítt úti. Hið fullkomna vetrarveður og höfuðborgin að skarta sínu fegursta. Snjórinn stoppaði að vísu stutt í þetta skiptið! Það hefur kólnað mikið og því hefur fataval breyst samkvæmt því. Tími til kominn að skipta út léttari yfirhöfnum fyrir þykkari kápur og úlpur. Ég fór í langan hádegismat í miðbænum með vinkonu minni í gær í þessu fallega veðri! Mómentið þegar þú ætlar í stuttan lunch með vinkonu þinni en hann endar á þriggja tíma deiti.

 Pels: Spúútnik
Peysa: H&M
Gallabuxur: Vila
Skór: Filling Pieces / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Hafið það gott!
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

LAUGARDAGUR

Skrifa Innlegg