fbpx

FLORIDA

FERÐALÖGFLORIDAKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Góðan daginn! Við litla fjölskyldan erum tiltölulega nýkomin úr fríi í Florida. Við eyddum þar 10 dögum með frábærum vinum okkar. Við leigðum saman hús í Kissimmee í Florida sem var alveg meiriháttar. Stórt og rúmgott og vel fór um alla sem var lykilatriði. Frábær sundlaug í garðinum og stutt í alla helstu afþreyingu fyrir börnin, sem var einmitt ætlunin með fríinu. Það var nýfarið að kólna verulega hér á klakanum þegar við fórum út svo tímasetningin var fullkomin fyrir frí. Við vorum í 10 daga yfir mánaðarmótin október – nóvember. Það var 30 stiga hiti allan tímann sem var dásamlegt en sólin hefði hinsvegar alveg mátt skína meira á okkur seinni helming ferðarinnar! Engu að síður frábært frí í alla staði og meiriháttar að komast í frí með Kolbrúnu Önnu. Það var komið full langt síðan síðast! Hún naut sín í botn með vinkonum sínum sem var svo gott í hjartað að sjá! Ég ætla að leyfa fullt af myndum að fylgja þessari færslu – er ekki alveg í lagi að setja smá sólarmyndir inn í nóvember?

Fyrsti dagurinn, rölt um garðinn og fallega hverfið okkar. 

Áttum svo dásamlegar stundir í sundlaugargarðinum í hverfinu okkar. Ótrúlega barnvænn garður svo þetta var hin mesta skemmtun og þægindi fyrir alla! <3 

  Krúttlegasta samkoman. <3  Fjölskyldan í Disney Springs.

Elsku litla mömmu músin mín <3   Ósvikin gleði hjá litlum sundgarpi. <3

 Vægast sagt góðir tímar sem við áttum í garðinum okkar.

Litlar vinkonur <3   Fyrsta og eina fjölskyldu-myndatakan áður en við fórum á sædýrasafn og út að borða. <3

 Algjörlega ógleymanleg ferð með þessum bestu vinkonum mínum og fjölskyldum þeirra. <3   Og að sjálfsögðu þessum tveimur uppáhöldum. <3

Smá sól í hjarta úr kuldanum.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars 

LÍFIÐ SÍÐUSTU DAGA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Eva

    18. November 2019

    Sæl Fanney, gaman að sjá myndirnar frá Florida, en ég myndi hugsa mig tvisvar um að setja myndir af hálfnöktum börnum á opnar síður á netinu, rosalega auðvelt að taka þær úr samhengi og setja í dreifingu á netinu.