fbpx

LÍFIÐ SÍÐUSTU DAGA

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Góða kvöldið úr rokinu á höfuðborgarsvæðinu! Mig langaði að skella inn færslu sem að lýsir síðustu dögum og vikum. Einhvers konar myndadagbók um það sem staðið hefur upp úr. Ég á þetta til að skella í slíkar færslur þegar ég hef verið óvirk á blogginu og á uppsafnaðan myndabunka frá lífinu. Hér er slík færsla með smá “dress-færslu” ívafi, í fullorðins og barna-búningi í þetta skiptið. ;)


Litla músin mín úti að kríta með mömmu sinni.
Húfa: Soft Gallery / Petit
Úlpa: Ver de Terre / Petit
Buxur: Gro / Petit
Stígvél: Kongessljoed / Petit
Trefill: Petit

Kápa: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Weekday
Buxur: Levi’s
Skór: ZARA
Elsku besta mamma mín átti afmæli þann 21. september sl. Við nutum dagsins að sjálfsögðu saman <3 
Jakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Anine Bing / GK Reykjavík
Buxur: Levis
Skór: ZARA
Eftirminnilegur sunnudagur með gleðigjafanum okkar. Fimleikar, brunch á VOX og barnaafmæli. Þvílíkt stuð!
Peysa: Mi Loves / Míní Lúx
Kjóll: One in the family / Petit
Buxur: One in the family / Petit
Skór: Nike / Petit
Slaufa: Petit 
Leðurjakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Acne Studios
Buxur: Miss Guided
Skór: Adidas Originals – Ozweego

Elsku besta vinkona mín, Edda, ritstýrði nýju blaði á vegum Rauða Krossins, Endurnýtt líf. Svo ofboðslega flott og vel unnið blað. Innihald og efni blaðsins sannarlega í takt við nútímann. Ég mæli með að þið sem eigið eftir að lesa, gerið það strax. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í útgáfuteitið sem haldið var í Rauða Kross búðinni við Hlemm til að fagna þessari flottu ritstýru! Ég er ein stolt vinkona. <3 
Mömmugullið mitt. Starfsdagur í leikskólanum á föstudegi og yfirkrúttið fagnaði snemmbúnu helgarfríi.
Húfa og trefill: Mi Loves / Míní Lúx
Úlpa: Ver de Terre / Petit
Buxur: Soft Gallery / Petit
Kuldaskór: Petit Nord Copenhagen / Petit

Við Teitur fórum í indverskt matarboð til vinafólks um síðustu helgi! Vægast sagt meiriháttar kvöld! Gestgjafarnir voru með þemað upp á 10. Indverskur matur eldaður frá grunni, tónlist og borðbúnaður, dagskrá og svona gæti ég lengi talið áfram – og svo ég tali nú ekki um félagsskapinn. Gjörsamlega geggjað! 


Tvær dúllu vinkonur úti að leika með foreldrum sínum. Dásamlegar stundir!
Pollagallarnir eru báðir frá Kongessljoed / Petit – ó svo guðdómlega fallegir.
Haustið komið til Toronto. Elsku uppáhalds borgin mín – alltaf svo gaman að koma þangað.
Kápa: 2NDDAY / GK Reykjavík
Peysa: Champion
Buxur: Dr. Denim
Skór: Adidas Originals Ozweego
Sólgleraugu: Dior


Basic er best…
Leðurjakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Buxur: Levis
Skór: Alexander Mcqeen
Taska: Prada (gömul frá tengdamömmu)

Ég elska nýja skartið frá mínu uppáhalds merki, my letra. Líkt og margir vita er besta vinkona mín eigandi fyrirtækisins og hef ég verið dyggur aðdáandi frá fyrsta degi, enda er ég sjálfsskipaður brand ambassador, haha ;) I love it! Þið getið skoðað nýju línuna sem var að detta í hús nánar HÉR. 
Haust dress eins og það gerist best.
Pels: Spúútnik
Peysa: H&M
Buxur: Dr. Denim
Skór: Alexander Mcqeen

Eigið dásamlega viku kæru lesendur <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC OUTFIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1