fbpx

DRESS / MOSS X FANNEY INGVARS

MOSS X FANNEY INGVARSOUTFITSAMSTARF

Ég vil byrja á að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum KÆRLEGA fyrir áhugann og viðbrögðin í kjölfar tilkynningu á fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS, sem ég hef unnið að með NTC undanfarna mánuði. Ég á sannarlega ekki til orð sem lýsa tilfinningunni nægilega vel svo eina sem ég get sagt er takk, takk og aftur takk! Viðbrögðin fóru fram úr mínum björtustu vonum og fyrir vikið er ég ykkur ólýsanlega þakklát!! <3

Ég fór á tryllt show Hildar Yeoman á föstudagskvöldið fyrir rúmri viku síðan! Ég klæddist samfesting sem ég birti myndir af mér í á Instagram og ég fékk vægast sagt margar fyrirspurnir út í. Mér þótti það í hreinskilni sagt pínu erfitt að geta ekki svarað þeim ótal mörgum fyrirspurnum sem mér bárust fullnægjandi en loksins get ég útskýrt málið. Samfestingurinn er sumsé í fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS og heitir ‘Sóley samfestingur‘. Hann er einn af mínum uppáhalds en ég er ólýsanlega ánægð með hvernig hann tókst til. Sniðið finnst mér fullkomið en hann er líka mjög töff óbundinn. Hann er úr fallegu efni og kemur í bæði svörtu og hvítu. Ég var ótrúlega ánægð að sjá hvað þið elskuðuð hann jafn mikið og ég! <3


Samfestingur: ‘Sóley samfestingur’ / MOSS X FANNEY INGVARS / Væntanlegur í Galleri 17
Skór: Tatuaggi / GS Skór
Skart: My Letra Store

Línan mín kemur út 11. apríl, kl. 18 nánar tiltekið en ég verð þó að tilkynna ykkur að samfestingurinn verður ekki hangandi þar á slá en vegna óvæntrar uppákomu (líkt og gengur og gerist), eigum við von á honum ca. viku seinna! Mikið er ég spennt! Ég minni á @mossxfanneyingvars á Instagram og að merkja okkur alltaf á myndirnar ykkar þegar að því kemur. <3

Góða helgi!
Xxx Fanney

Instagram: @fanneyingvars

LOKSINS

Skrifa Innlegg