fbpx

DRAUMA MOTTAN Í STOFUNNI

HEIMILIÐHÚSGÖGNNEW IN

Ég hef staðið mig af því að byrja nánast allar færslur af heimilinu mínu á því að segja eitthvað líkt og: “Jæja, enn pínu hrátt en nú er þetta alveg að taka á sig mynd”. Mér líður einhvern veginn eins og ég þurfi að “afsaka” það með einum eða öðrum hætti að vera ekki komin lengra en við í raun erum. Það er náttúrulega bara hlægilegt að segja þetta upphátt því pressan er bara frá sjálfri mér komin. Ég ætla að hætta að orða hlutina með þessum hætti því á sama tíma og við jú, vissulega héldum að við yrðum komin lengra, er fólk úti stöðugt að hrósa okkur fyrir hvað við erum komin langt. Það er ekki hægt að gera allt í einu því hvorki erum við með auka klukkustundir í sólahringnum né með tekjur sem bjóða upp á að allt verði tilbúið einn tveir og bingó. Okkur hefur hins vegar langað til að gera þetta nýja heimili eins fallegt og mögulegt er því hér stefnum við á að vera í óákveðinn tíma. Við höfum gert ótrúlega mikið sjálf sem við erum mjög stolt af og safnað okkur fyrir nokkrum drauma mubblum. Við vorum loksins að fá okkur ný ljós sem komu til okkar í síðustu viku og var helgin nýtt í að setja þau upp.

Jóna, besta vinkona mín, á einstaklega fallega húsgagna verslun ásamt móður sinni sem staðsett er í Síðumúlanum. Verslunin heitir Seimei og kíkti ég til hennar í síðustu viku í kaffibolla. Þessi kaffibolli endaði svo að við vinkonurnar bárum út nýþunga, gullfallega gólfmottu sem ég þóttist taka í heimlán og ætlaði að máta heima. Það var alls ekki forgangsatriði að kaupa nýja mottu en það var vissulega á stefnuskránni þar sem gamla góða IKEA mottan okkar sem prýddi stofuna nokkuð ágætlega var of lítil að okkar mati. Þegar við höfðum lagt nýju mottuna var ekki aftur snúið. Mottuna hef ég horft á í marga mánuði og vissi að þessi yrði fyrir valinu þegar að því kæmi. Mottan er kölluð “bambus silkimotta” en hana er hægt að fá í öllum heimsins litum og stærðum en þær eru sérpantaðar eftir óskum hvers og eins. Við fengum okkur litinn “Iceland Grey” og er hún í þeirri klassísku stærð 300×200. Ég er ólýsanlega ánægð með hana! Hún er guðdómlega falleg og gerir stofuna bæði fallegri og töluvert hlýlegri. Munar ótrúlega um stærðina. Ég mæli sannarlega með.

Það má segja að hér sé um einhvers konar “samstarf” að ræða en Jóna vinkona mín gaf mér vinkonu-afslátt. Ég tók svo fallegar myndir af mottunni í síðustu viku og fékk margar fyrirspurnir á Instagram – fyrir vikið langaði mig að deila þeim með ykkur hér. Verst að ljósin hafi ekki verið komin upp þegar myndirnar voru teknar haha! ;)

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Fanney Ingvars

      20. February 2019

      Takk! Ég er ofboðslega ánægð með hana! <3