fbpx

OUTFIT

HELGINNEW INOUTFITSAMSTARF

Við kíktum út á föstudagskvöldið en það var svokallað ‘þorrablót’ vinahópsins. Vá hvað það var gaman og mikið eigum við skemmtilega vini! Ég klæddist þessu hér:


Skyrta: Style Mafia / Yeoman
Buxur: 5 Units / Galleri 17
Skór: Kalda / Yeoman

Ég nældi mér í þessa skyrtu þegar ég kíkti á útsöluna í Yeoman í vikunni. Ég sýndi ykkur hana í “beinni” í story og dásamaði mikið. Ég fékk margar fyrirspurnir eftir að ég deildi mynd af mér í henni á föstudaginn en ég fékk því miður þær upplýsingar að hún hefði klárast strax svo hún er því miður ekki fáanleg lengur. Falleg er hún og eru ermarnar náttúrulega í aðalhlutverki sem heillaði mig strax – ég elska einhvers konar öðruvísi detail á ermum!

Annars hefur helgin farið í ljósa mission hér heima en við erum búin að hengja upp öll ljósin í alrýminu – þá eigum við herbergin og eldhúsið eftir sem við erum að vinna í í þessum töluðu! Við erum sumsé að skipta um ljós í allri íbúðinni og ég hlakka mikið til að sýna ykkur útkomuna.

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

GERSEMAR Á ÚTSÖLU Í YEOMAN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    18. February 2019

    Svo falleg skyrta! x