fbpx

BARNALOPPAN / BÁS 204

BARNALOPPANFATASALASMÁFÓLKIÐ

Hæ kæru vinir! Föstudagur í dag sem er alltaf jafn dásamleg tilfinning. Mig langaði að segja ykkur frá því að ég er með bás í Barnaloppunni þessa dagana. Ég hef aldrei selt föt af dóttur minni áður en lengi verið á leiðinni og fannst mér Barnaloppan tilvalin til þess. Ég er sumsé að selja þar í fyrsta sinn, þrátt fyrir að hafa fengið smjörþefinn af því hvernig þetta gengur fyrir sig þegar ég seldi af sjálfri mér spjarirnar í Extra Loppunni í sumar. Eigendurnir eru þeir sömu og virkar þetta því nákvæmlega eins, sem er afar einfalt og þægilegt. Ég fór í gegnum alla kassa og var ótrúlega góð tilfinning að geta losað svo mikið um, þó að það sé alltaf erfitt! Mér finnst eiginlega erfiðara að láta frá mér flíkur af dóttur minni en af sjálfri mér. Það er þó nauðsynlegt að sikta út og frábært að geta gefið jafn flottum flíkum nýtt líf! Ég hef því verið að selja stærðir frá allra minnstu, þ.e. 50/56 og upp í 98 og allt þar á milli. Ég var að fylla á seinasta stóra hollið í dag og því verða eflaust nóg af gersemum að finna á básnum mínum, sem er númer 204, í Barnaloppunni um helgina. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Básinn er út þriðjudaginn n.k. svo sölunni fer senn að ljúka. Mig langar að setja inn myndir af því sem er/hefur verið á básnum, í von um að einhverjum hér lítist á og langi að endurnýta þennan fallega fatnað.

Ég mæli eindregið með því að gera sér ferð í Barnaloppuna og skoða úrvalið. Básinn minn er sem fyrr, númer 204 fyrir áhugasama! <3 

Eigið dásamlega helgi!

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

FLORIDA

Skrifa Innlegg