fbpx

BARNAHERBERGIÐ

Þegar ég var kasólétt (gengin um 35 vikur), ákváðum við að skella okkur í framkvæmdir heima. Þessar framkvæmdir fólu sumsé í sér að færa eldhúsið inn í borðstofu og gera barnaherbergi úr eldhúsinu. Þessi hugmynd hafði blundað í okkur lengi og í raun ótrúlegt að við höfum beðið svona lengi með að framkvæma hana. Verðandi móðurinni til mikillar gleði ákvað minn maður að byrja á verkinu þegar það var “korter í barn”, en líkt og kannski gefur að skilja fylgdi þessum framkvæmdum mikið stress og þá aðallega við tilhugsunina að vera ekki búin í tæka tíð fyrir komu prinsessunnar. EN allt þetta tókst vel til með hjálp okkar allra nánustu sem við hefðum ekki getað gert þetta án! Herbergið hennar hefur breyst mikið síðan hún kom í heiminn en mér finnst ótrúlega gaman að útfæra, gera og græja algjörlega eftir mínu (og pínulítið Teits) höfði. ;)

Íbúðin meikar töluvert meiri sens svona og við erum ótrúleg ánægð með útkomuna. Sérstaklega í ljósi þess að hafa “grætt” auka herbergi og einnig að geta haft Kolbrúnu Önnu og allt sem henni fylgir, út af fyrir sig. Ég myndaði herbergið bak og fyrir og ætla að leyfa þeim myndum að fylgja. Ef einhver er forvitin að vita hvaðan hlutirnir eru er ykkur velkomið að skilja eftir athugasemd.

xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Eva lind

    17. April 2018

    Hvar fékkstu mottuna á gólfinu?

    • Fanney Ingvars

      17. April 2018

      Hún var keypt í H&M Home :)

  2. Íris

    24. April 2018

    Hæ hæ,
    Fallegt herbergið hjá prinsessunni :) Hvað heitir grái liturinn á veggjunum?

  3. Bergdís Ýr

    2. May 2018

    Æðislegt herbergið hjá snúllunni ykkar :) Ég er svo forvitin um myndina í rammanum, geturðu sagt mér hvaðan hún er? Er þetta fæðingarstærð hennar?

  4. Lára

    1. September 2018

    Hæ,
    Ótrúlega flott herbergi sem gaf mér fullt af flottum hugmyndum!
    Ég er samt ótrúlega forvitin og vil endilega vita meira um myndina fyrir ofan rimlarúmið, get ég pantað þetta einhversstaðar? :)