fbpx

Eva Laufey Kjaran

Súkkulaðipönnukökur með ristuðum pekanhnetum

MATUR

IMG_1500

Að mínu mati er fátt betra en að hefja daginn á góðum morgunmat og sérstaklega þegar ég hef góðan tíma til þess að undirbúa hann. Það er frídagur á morgun og tilvalið að bera þessar pönnukökur fram fyrir fjölskylduna í morgunsárið. Ég mæli með að þið prófið þessar og ég vona að þið njótið vel.

Amerískar súkkulaðipönnukökur
5 dl Kornax hveiti
2 tsk lyftiduft
2 msk kakó
1 tsk kanill
1 Brúnegg
2 dl ab mjólk
2 – 3 dl mjólk
1 msk sykur
1 tsk vanilla extract eða vanilludropar
2 msk brætt smjör
Aðferð:
Blandið þurrefnum saman í skál.
Pískið eitt egg og mjólk saman.
Hellið eggjablöndunni saman við þurrefnin og bætið ab mjólk og vanillu út í deigið.
Blandið vel saman með sleif og bætið bræddu smjöri og sykri út í lokin.
Það er ágætis regla að geyma deigið í 30 – 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar en þið steikið þær upp úr smjöri á pönnu í nokkrar mínútur eða í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með ristuðum pekanhnetum og góðu sírópi.

xxx

 

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Sælkerasalat og frískandi sumardrykkur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Dagný

    14. May 2015

    Hvernig er best að rista hneturnar? :)