fbpx

ÍBÚÐIRNAR MÍNAR Í RVK

FerðalögHeimiliHönnunÍslandMyndirNýtt

Ég má til með að pósta hér smá innliti í eina af íbúðunum okkar Emils í miðborg Reykjavíkur. Hægt verður að leigja íbúðirnar, sem eru glænýjar og á jarðhæð, til skamms tíma. Á næstu dögum verður hægt að fá frekari upplýsingar um þær á heimasíðunni www.homeaway.com. Íbúðirnar, sem eru innréttaðar nánast alveg eins, taka max fjóra fullorðna ( hægt að bæta við barnarúmi) en þær eru samliggjandi þannig átta manns gætu deilt íbúðunum sín á milli. Ef þið eruð að fá gesti erlendis frá og vantar gistingu, þá getið þið haft okkur í huga :-)

Undanfarnar vikur hef ég grandskoðað heimasíður íslenskra húsgagnafyrirtækja og í huganum skapaði ég ákveðna stemningu sem ég vil að gestirnir finni. Þetta er útkoman sem ég er mjög ánægð með og ég vona að það muni fara vel um gestina okkar í þessu umhverfi.

Ég valdi að hafa húgögnin frekar einföld en það sem mér þykir setja punktinn yfir i-ið eru myndirnar á veggjunum. Ég fékk hana Áslaugu Þorgeirsdóttur ( Fóu Feykirófu) til að setja upp fyrir mig texta sem ég hafði ákveðið og er útkoman svona góð. Í stofunum er textabrot úr einu af uppáhaldslögum föðurs Emils, hans Fredda, sem nú er látinn. Lagið heitir Live Like You Were Dying eftir Tim Mc.Graw og í svefnherbergjunum er brot úr laginu Love me Tender eftir Elvis Presley. Myndirnar voru prentaðar í Pixel og límdar á einhverskonar foamplötu þannig hægt var að hafa rammann djúpan, sem er svo fallegt. Þar sem myndirnar eru svo risastórar ákváð ég ásamt Innrömmun Hafnarfjarðar að hafa ekkert gler á myndunum. Af gefnu tilefni fá öll þessi fyrirtæki mín bestu meðmæli !

Screen Shot 2015-05-17 at 10.11.31

Screen Shot 2015-05-17 at 10.18.21

Screen Shot 2015-05-17 at 10.16.53

Screen Shot 2015-05-17 at 10.12.43

10989414_10153297065194793_8146841709774206109_n

 Klikkið á myndirnar til að stækka

Ruggustóllinn, rúmteppið, skordýramyndin og eldhússtólarnir, lamparnir og kollurinn er allt frá ILVA. Borðstofuborðið er frá Fritz Hansen. Ljósakrónan sem heitir caravaggio pendant lamp er keypt  ì Epal og sömuleiðis snagarnir í svefnherberginu. Grái stóllinn er frá Línunni í Kópavogi og sófaborðin frá Sostrenen Grene í Kringlunni.

BRYNJA DAN ORÐIN LJÓSHÆRÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    17. May 2015

    Glæsilegt! Engin spurning að maður mæli með þessu við vini og vandamenn. Gangi ykkur vel :)

  2. Asthildur

    17. May 2015

    glæsilegt :)

  3. Ása

    17. May 2015

    Óaðfinnanlega smekklegt gert kæra nafna !

  4. Kata

    19. May 2015

    Flottar og stílhreinar íbúðir…

  5. Hulda

    25. May 2015

    Mjög fallegt! Ég sé glitta í gólfmottu, væri mjög til í að vita hvar hún fæst:-)

  6. Erna

    21. July 2015

    mig langar að,vita hvaðan eldhúsinnréttingin er og hvað hún heitir ef hún heitir eitthvað:)

  7. Halldóra

    29. October 2015

    Hæhæ.

    Mig langar svo að forvitnast hjá þér hvar náttborðin fást?

    • Ása Regins

      29. October 2015

      Hæ Halldóra
      Já náttborðin eru bara viðarkollar sem ég keypti í ILVA :-)