fbpx

HIÐ FULLKOMNA SUMARFRÍ ?

BrúðkaupFerðalögInstagramVerona

Nú þegar enn er talsvert í sumarið og hægt að fá flugin á góðu verði má ég til með að deila með ykkur einni hugmynd. Þar sem ég mónitora öll flug frá Íslandi til Ítalíu hoppaði ég hæð mína þegar ég sá að WOW-air mun fljúga beint til Rómar í júlí og ágúst. Ég hugsaði þá með mér að vonandi myndi einhverjir nýta sér þetta tækifæri, kíkja í hámenningarlega borgarferð til Rómar og fljúga svo yfir til Sardiníu, baða sig í kristaltærum sjónum og flatmaga á ómótstæðilegu ströndunum sem þar eru að finna. Það tekur um 50 mínútur (kostar um 60-100€ síðast þegar ég gáði ) að fljúga á milli Rómar og Sardiníu og því er þetta nokkuð þægilegt ferðalag á þessar fallegustu strendur Evrópu.. og þó víðar væri leitað.

 

Þið munuð kannski eftir færslunni sem ég skrifaði um bestu strendur Ítalíu. Þar sagði ég að mig langaði að fara til Sardiníu, hoppa upp í bíl með strákunum mínum, henda handklæði, góðri bók, nesti og sundbolta í skottið og bruna af stað. Og það var ákkúrat það sem við gerðum í ágúst sl. Við gistum þó aðeins í tvær nætur (þrír dagar) en þrátt fyrir skamman tíma náðum við að sjá fimm mismunandi strendur og þær voru hver annarri fallegri. Bidderosa, Cala Mariolu, Cala Luna, Cala Biriola og Cala Fuili en allt eru þetta einstakar náttúruperlur sem fá hjartað til að taka kipp og hökuna til að síga niður í sandinn! Það sem einkennir strendurnar sem við fórum á er að þær eru sem ósnortin náttúra, mjög hreinar, sjórinn svo kriiiiiistal tær og alveg ólýsanlega fagur. Margar strendurnar er þó einungis hægt að nálgast sjóleiðis en það er mjög auðvelt að finna skipulagðar “strætóferðir” á þær. Einnig er hægt að leigja sér litla báta og flakka á milli með þeim hætti og ég held að strandarstemningin gerist bara ekki betri en það ;-)

 

sardegna_07_2012

 

Það eru þrír flugvellir á Sardiníu og það sem ég gerði var að googla eyjuna fram og til baka og valdi þannig þær strendur sem mig langaði til að sjá –  og svo þann flugvöll sem var næstur þeim. Við flugum því til Olbia ( uppi hægra megin ) og keyrðum í lítinn bæ sem heitir Cala Gonone og gistum þar. Þaðan var stutt í strendurnar og þannig nýttist hver dagur mjög vel. Einnig er flugvöllur í Cagliari ( niðri fyrir miðju ) og í Alghero ( uppi vinstra megin ). Best væri náttúrulega að keyra allan hringinn, byrja í Olbia og enda í Alghero ;-)

Hvað segið þið ? Er þetta ekki ágætis hugmynd ? Vonandi slá einhverjir til og skella sér í sólina til Sardiníu í sumar – og til Rómar, einnar fegurstu borgar heims. En eins og svo oft áður að þá ná þessar aumu símamyndir engan veginn að fanga fegurðina og því er sjón svo sannarlega sögu ríkari :-)

A R R I V E D E R C I !

INS(TA)PIRATION - SJANA ELISE

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sonja Marsibil

    7. January 2015

    Ómæ…. mig langar!

  2. Andrea

    28. January 2015

    Ó Mæ
    Við ætlum að koma í sumar og taka Ítalíu alla leið …. hlakka til

  3. Hafdís

    29. January 2015

    Hæ ekki værir þú til í að deila á hvaða hóteli þið voruð það er ef þið voruð ánægð með það :)
    Takk, kveðja Hafdís

  4. Elsa Kristin Helgadóttir

    7. March 2016

    Rakst á bloggið þitt núna löngu seinna þegar ég fór að googla Sardiniu og langar svo að frekjast til að forvitnast um hvort þú mælir með þessum bæ – Cala Gonone – til að gista á eyjunni eða hvort þú munir eftir einhverjum öðrum draumastöðum til að gista á ?!? Farin að snúast í hringi eftir því sem ég googla meira ! :-)