fbpx

INS(TA)PIRATION – SJANA ELISE

FerðalögHreyfingInstagram

Það eru líklegast fleiri en ég búin að borða yfir sig um hátíðirnar og komin með nóg af sukki og sælgætisáti. Ég er alveg örugglega ekki heldur sú eina sem er búin að setja sér markmið fyrir árið 2015 en stundum vantar samt smá spark í rassinn til að koma sér af stað. Ég er með nokkra instagrammara sem minna mig reglulega á heilsu og líkamsræktarmarkmiðin sem ég hef sett mér og má ég því til með að deila einni mjög góðri hérna með ykkur. Sú heitir Sjana Elise Earp og er tvítug skvísa frá Ástralíu. Hún lýsir sjálfri sér sem “adventure seeking, sunshine eating, happy being, yoga doing, travel & lifestyle photojournalist” – og samkvæmt myndunum lýsir þetta henni mjög vel. Það er alveg örugglega búið að eiga við myndirnar í photoshop og fínpússa þær hér og þar, en það er samt ekki hægt að taka það af henni Sjönu að hún er í svakalegu formi, kattliðug og með afar fallegt bros :-)

Það er erfitt að ímynda sér að það sé sól og sumar einhversstaðar á hnettinum þessa stundina en þessar fallegu myndir lífga svo sannarlega upp á kalda janúardaga – og minna okkur í leiðinni á að hreyfa okkur og hlúa að líkama og sál ( og að sólin er ennþá til !!!! ). Fyrir fleiri myndir kíkið HÉR og á insta finnið þið hana undir nafninu sjanaelise.

UNDIRFÖT: FOR LOVE & LEMONS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Hrefna

  5. January 2015

  Ég sakna þess að sjá uppskriftir frá þér og blómamyndir:) svo dásamlegt að fá ferskan Veronailm og bragð í skammdegið hér á kalda Íslandi:)

  • Ása Regins

   6. January 2015

   Já æ.. takk fyrir.. vonandi kem ég mér aftur í þann gírinn :-)

  • Svart á Hvítu

   7. January 2015

   Sammála:) Það toppar fátt blómamyndirnar þínar Ása;)