fbpx

Ég ❤ Grikkland

FerðalögInstagramMyndirPersónulegtVerona
Svona líta símamyndirnar mínar út frá liðinni viku. Santorini og Mykonos eru í mínum huga himnaríki á jörðu. Við áttum svo dásamlega daga þarna í suðrinu og ég er eiginlega ennþá að sætta mig við að vera komin heim og að morgunmaturinn bíði ekki eftir mér hérna úti á svölum ;-)
Ég alveg kolféll fyrir landi og þjóð og er núna orðin sérstök áhugamanneskja um Grikkland, haha. Ég mun fara þangað aftur strax við fyrsta tækifæri. Maturinn, fólkið, umhverfið, allt! Þetta er allt geggjað. Ég hafði ekki hugmynd um að grískur matur væri svona góður og að Grikkir sem þjóð er frábær. Ég elska grísku þjóðarsálina sem er ekki ólík þeirri ítölsku, nema bara kannski aðeins ýktari og ég fíla það í tætlur. Umhverfið er einstakt, ég get ekki lýst því hversu fallegt það er. Það er ólýsanlegt.
Við vorum líka á einstaklega smekklegum og góðum hótelum þannig við fengum að kynnast rjómanum af því besta og ég held svei mér þá að þetta hafi verið besti tími lífs míns. :-)

Í gleðikasti á Santorini !!

Skrifa Innlegg

28 Skilaboð

  1. Anonymous

    25. June 2013

    Vá hvað þetta eru fallegar myndir og allt svo fallegt þarna :-)
    Hvar fær maður svona “one shoulder” sundbol ?

    Kv. Gígja

  2. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    25. June 2013

    Vá – þetta eru náttúrulega bara fáránlega fallega myndir!!

  3. Harpa

    26. June 2013

    Vá hvað þetta eru fallegar myndir og skil vel að þið hafi notið ykkar vel þarna. :o)

  4. Anna

    26. June 2013

    WOW!!! ótrúlegar myndir!!

  5. Anonymous

    26. June 2013

    rosa fallegt og yndislegt. grikkland er svo mikið æði :)
    haha það er greinilega rétt sem þú bloggaðir um að maðurinn þinn brosir ekki oft ..en oft er fólk með innra bros sem sést ekki endilega á þeim. en það hefði verið gaman að sjá líka myndir af ykkur flottu hjónum saman á mynd.
    En greinilegt að maður verður að safna fyrir ferð til Mykonos, ekki sama hvar maður er í Grikklandi en þarna er rjóminn af öllu og engin fátækt og kettir út um allt eins og ég fékk að kynnast …

    takk f skemmtilegt blogg

    díana

  6. Anonymous

    26. June 2013

    …vinkona mín benti mér á að þetta væri kletturinn í brúðkaupinu í mama mia myndinni! …sjúklega fallegt þarna!!! Og Ása myndirnar þínar eru ótrúlega fallegar! Þú ert með næmt auga fyrir fallegum sjónarhornum!!!

    kv.Ingibjörg Bj.

  7. Anonymous

    27. June 2013

    Hrikalega flottar myndir, þessi staður virðist bara vera í heaven!! Þetta er komið á to do listann, það er klárt!
    Sá allra sætasti með gulu húfuna:)

    Kv. Eva

  8. Anonymous

    1. July 2013

    Ótrúlega flott og greinilega fullkomin ferð

  9. Anonymous

    3. July 2013

    er ekki komin timi a nytt blooooggg ?

    kv ein sem elskar bloggið þitt

  10. Anonymous

    3. July 2013

    einnig langar mig að forvitnast ég fylgist með þér á instagram nefninlega – ertu að byggja hús á íslandi ?

  11. Takk stelpur fyrir kveðjurnar, það er alltaf jafn gaman að heyra í ykkur lesendunum mínum. Ég fer að koma mér í blogggírinn mjög fljótlega aftur, júlí er bara svo mikið low season tölvulega séð ;-)

    Takk samt fyrir peppið !! :-)

    Og já, svo erum við að byggja hús hér á Íslandi. Mjög gaman :-)

  12. Anonymous

    4. July 2013

    eruði á leiðinni heim til islands :-)

  13. Linnea Ahle

    4. July 2013

    Really Beautiful! Where in Greece is this?

    Best wishes Linnea

  14. Anonymous

    15. July 2013

    Hahahahaha, þessi mynd er rosa skemmtileg……Emanúel alltaf yndislegur og haninn í lagi :) Emanuel er að ath. með hvernig hann getur tæklað hanann :)
    momz

  15. Anonymous

    15. July 2013

    Allar þessar myndir frá brúðkaupsferðinni eru algert æði……sannkölluð draumaferð…..sem allir gætu hugsað sér að upplifa. Þið eruð ekkert smá heppin…….knús elskurnar mínar :)

  16. Anonymous

    23. July 2013

    Var að uppgvöta bloggið þitt ! Rosa skemmtilegt og fallegar myndir.

    Er á leið til Grikklands og einmitt lost í hvaða hótel við spúsinn ættum að fara á… mannstu nöfnin á þessum hótelum ? Sérstaklega mykonos og infinity pool takk fyrir :) LOL

    með bestu kveðjum,
    Elisabet í París

  17. Elísabet

    20. January 2014

    Æðislegar myndir ! Ma eg spurja nr hvað LV speedy taskan er ?

  18. Kolbrún Anna

    10. February 2014

    Mig langar alveg rosalega til Grikklands í sumar. Má ég spurja við hvaða strönd þið voruð á Mykonos eða er einhver sem þú mælir með. Er að sjá að það er rosalega flott hótel á Panormos, veistu eitthvað um þá strönd ?

    Sorry með forvitnina haha! bara svo fínt að fá smá innsýn frá einhverjum sem þekkir til :)

    • Ása Regins

      13. February 2014

      Hæ Kolbrún Anna
      Ég get ekki mælt nógu mikið með Grillandi. Mín upplifun af Santorini og Mykonos var algjörlega dásamleg og ég hlakka til að fara þangað aftur. Maturinn, umhverfið, fólkið.. það var allt geggjað. Ég man því miður ekki hvað ströndin okkar á Mykonos heitir þvi hún var einkaströnd og því var ég kannski ekkert sérstaklega að pæla í því. En ég googlaði Panormos og sú strönd lítur rosalega vel út. Ég get ekki séð að þú verðir svikin ef þú færir þangað :-)