fbpx

UPPÁHALDS ESSIE LITIR

2022SAMSTARF

Ég er & hef verið með naglalakka æði síðan ég var lítil fimleikastelpa … ég hef oft sagt að mér líði eins & ég sé allsber ef ég er ekki með naglalakk. Fleiri sem tengja við það kannski? Ég veit allavega að tengdamamma er eins 😅 & hún er drottning þegar það kemur að fínu lakki.

 Að mínu mati þá gerir fallegt naglalakk svo mikið, það eiginlega fullkomnar lúkkið. Í þessari færslu þá ætla ég að sýna ykkur mína uppáhalds liti frá Essie.

Essie – Sizzling Hot 

Þetta naglalakk er gel couture sem gefur þessa fallegu gel áferð. Ég fer alltaf tvær umferðir & svo mæli ég með að nota gel couture yfirlakkið svo það endist lengur. Liturinn er fullkomnun.

Eruð þið óþolinmóð eins & 🙋🏼‍♀️?

… þá mæli ég með þessu hér. Þetta eru dropar sem stytta biðtímann & nærir naglaböndin í leiðinni.

Essie quick dry – Streetwear n’tear

Svo er það expressie snilldin! Expressie naglalökkin þorna á innan við mínútu. Elska það & þessi litur er trylltur!

Essie lökkin fást til dæmis í Hagkaup, apótekum & víða í snyrtivöruverslunum. Mæli með að finna ykkur sætan lit fyrir sumarið 💜💛🧡💚

ArnaPetra (undirskrift)

FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg