19+3
Í næstu viku þá er ég hálfnuð með meðgönguna, hvernig líður tíminn svona hratt??
Ég á pantaðan tíma í 20 vikna sónarinn föstudaginn 28. ágúst sem þýðir að ég fæ að vita kynið í NÆSTU VIKU! eða ég gæti fengið að vita það í næstu viku en … fyrst þá þarf Tómas minn að koma sér heim. Hann mun koma siglandi frá Danmörku með aleiguna okkar í skottinu á rauðu þrumunni ?.
Eftir tvo & hálfan mánuð í burtu frá hvort öðru þá er kominn tími á að sjá flugmanninn & tími kominn til að hann fái að sjá bumbubúann okkar sem hefur svo sannarlega tekið vaxtarkipp. Ég hlakka svo til! En fyrst þá þarf hann að fara í sóttkví & hann mun líklegast fara aftur upp í bústað eins & við gerðum í apríl … haldiði að hann skelli ekki bara í annan kofa á þessum 5 dögum? ?
Ég á eftir að vera svo óþolinmóð með umslagið í fanginu, þannig ætli ég tjaldi ekki bara fyrir utan bústaðinn & við opnum umslagið saman í gegnum gluggann ? djók – en samt ekki.
Ég hlakka mikið til að segja ykkur hvort kynið barnið er.
Hvort heldur þú, stelpa eða strákur?
Takk fyrir að lesa & eigðu góða helgi kæri lesandi,
Skrifa Innlegg