fbpx

TVEGGJA MÁNAÐA

2021EMILÍA BIRNA

Emilía er orðin tveggja mánaða 🧸🤎

Þessi mánuður er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur. Það er svo gaman að sjá hvernig hún breytist & þroskast með hverjum deginum. Hún er líka farin að líkjast pabba sínum virkilega mikið þó ég eigi nú alveg eitthvað í henni – HALLÓ ég gekk með barnið í næstum 9 mánuði!! Takk fyrir pent.

Emilía er farin að brosa ótrúlega mikið sem er það sætasta sem ég veit & svo er hún líka farin að láta heyra í sér. Hún lætur okkur foreldrana alveg heyra það ef hún er ekki sátt … ákveðin lítill dúllurass 😅

Þetta er búið að vera yndislegur tími sem við fjölskyldan erum búin að eiga saman í orlofi en núna er Tómas farinn aftur að vinna. Við mæðgur verðum þá mikið saman næstu mánuði. Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst gott að hafa Tómas hjá okkur hér heima. En núna þarf ég bara að muna eftir því að fylla vatnsbrúsann áður en ég gef henni & vera allavega með 3 taubleyjur í sófanum 😅 já helst þrjár þar sem Emilía gubbar út um allt:):):)

 Nýjasta nýtt er að við Emilía erum byrjaðar í mömmu fit sem er skrautlega skemmtilegt. Þetta er góð æfing fyrir okkur að mæta á réttum tíma einhvert & svo er líka mjög gott að komast út úr húsi. En það er eitt sem stressar mig & það er að Emilía fari að hágráta í miðjum tíma … afhverju er ég stressuð?? Ég hef ekki hugmynd af því að það er bara fullkomnlega eðlilegt að lítið ungabarn láti heyra í sér. EN það er kannski bara eitthvað sem ég þarf að læra & komast yfir. 🙈

Takk fyrir tvo YNDISLEGA mánuði … tíminn flýgur svo sannarlega!

Mánaðar miðarnir fallegu fara bráðlega í sölu – ég gef update um leið í story!

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

INSPO - ÍBÚÐIN ER NÆSTUM TILBÚIN

Skrifa Innlegg