fbpx

TRENDNET DAY OF FUN

2022LÍFIÐYOUTUBE

Vlogið frá Trendnet deginum er mætt á YouTube – 

Þessi hópur! ÆÆ veistu þegar þú kynnist allt í einu manneskju sem þú tengir ótrúlega við, þið eigið margt sameiginlegt, getið talað eeeendalaust & maður er allt í einu ekki einn með þetta áhugamál. Þannig var það þegar ég kynnist Trendnet. Vá hvað það var & er góð tilfinning!

Áhugamál sem varð síðan að vinnu …

EN vinnan okkar getur stundum verið einmannaleg. Það er mín upplifun. Það fer svo mikill tími í að vinna efnið, undirbúningur, mynda fyrir samstörf, skrifa færsluna, taka upp, edita myndbandið & flr. Þetta geri ég yfirleitt allt ein, mjög fókuseruð föst við skjáinn í kappi við tímann áður en ég sæki Emilíu. Ég skil vel að þetta lítur kannski ekki út fyrir að vera einmannalegt starf, en það að vera skapandi á samfélagsmiðlum er ekki bara það sem birtist heldur er það lítil prósenta af því sem þið sjáið. Finnst alltaf gott að minna á það.

Veit nú reyndar ekkert hvert ég er að fara með þetta … ég bara skrifa & skrifa það sem ég er að hugsa. Elska þegar ég dett í þann gír. Vona að þetta sé ekki algjör vitleysa 😆

En til þess að koma með dæmi. Þið kannski þekkið það eftir covid, þegar margir þurftu allt í einu að vinna heima & þá var maður ekki að hitta samstarfsfélagana. Það var örugglega kósý í smá tíma?? En til lengri tíma kannski ekki svo kósý & eiginlega bara frekar einmannalegt. Það er svo hollt & gott að hitta fólk.

Þess vegna verð ég að segja að Trendnet fjölskyldan er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig vinnulega séð! Ég er svo þakklát & heppin að eiga þau að, vita að ég get alltaf leitað til þeirra & hitt þau ef ég þarf að breyta um umhverfi & fá innblástur. Ég vona að við getum upplifað fleiri svona daga til þess að þjappa hópnum ennþá betur saman.

KNÚS til ykkar & allra sem ég hef kynnst sem vinna sjálfstætt & eru skapandi. Þið eruð dugleg ⭐️

Ef þú hefur áhuga á að horfa á myndbandið frá Trendnet deginum þá er það hér:

ArnaPetra (undirskrift)

HÆ FRÁ BALTIMORE

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  9. May 2022

  DÝRKA YKKUR ÖLL SEM EITT

 2. Anna Bergmann

  9. May 2022

  Þú ert svo mikið æði! Besti hópurinn ❤️

 3. AndreA

  10. May 2022

  Ó svo gaman
  Takk fyrir að taka þetta upp já og klippa… elskaelska
  xxx
  A