fbpx

HÆ FRÁ BALTIMORE

2022FERÐALÖG

Hæ frá Baltimore 👋🏻🇺🇸

Ég verð að viðurkenna að ég var tekin á teppið þegar ég mætti. Ég var spurð af alls konar spurningum & einhvernvegin átti ég erfitt með að svara þeim. Enskan ákvað að fara í felur & ég fann ekki stakt orð.

Mér finnst það svosem ekkert skrítið þar sem maðurinn horfði það alvarlega í augun á mér að mér leið eins & ég væri að fela eitthvað. Sem ég var auðvitað ekki 😆 Hvernig er maður ekki stressaður segi ég nú bara haha?? Ég þarf að fara að æfa mig að ferðast til bandaríkjanna. Ég hef lent í þessu áður þannig að þetta kom svosem ekkert á óvart. Bara ogguponsulítið PANIKK!

Hotel: Canopy 

Við Tómas ákváðum að hoppa til USA sem var algjör skyndiákvörðun. Við ætlum bara að vera tvær nætur, borða góðan mat & versla smá.

Ég er kannski komin með æði fyrir ískaffi … ég kenni tiktok um það.

🚌

Steik á Longorn …

Eruð þið að sjá meðlætið??? & svo engin sósa – hvað er málið með það? Sósukellingin var ekki sátt. Þetta var samt þrusugott.

DRESS:
Skyrta: Camy collection
Buxur: Noomi
Taska: LV
Hárklemma: mjöll

Drykkur á barnum, pool (ég vann) & svo uber eat 👌🏻

IHOP

Ef þið komið til USA þá er must að fara á IHOP en helst bara til þess að fá sér amerískar pönnukökur með old fashioned sýrópi …. SLEF 🥞

Shake Shack 🍔

Við Tómas erum búin að njóta okkar mikið en á sama tíma söknum við stelpunnar okkar alveg rosalega. Okkur hlakkar núna ennþá meira til þess að ferðast með henni í sumar.

Eigðu góðan dag kæri lesandi,

ArnaPetra (undirskrift)

UPPÁHALDS ESSIE LITIR

Skrifa Innlegg