Eigum við að ræða hvað svefn hjá börnum skiptir miklu máli?
Ekki bara fyrir barnið heldur líka fyrir okkur foreldrana.
Hver hefur ekki upplifað það að vilja helst bara sleppa nóttunni og byrja næsta dag? Ég get svo svarið það að á tímabili vildi ég bara fá mér kaffibolla og sleppa því að sofa 😆 eins mikið og maður þráði svefn þá var tilhugsunin að sleppa því að sofa betri en að sofna og vakna trilljón sinnum. Er ég ein þar?
Emilía hefur tekið allskonar tímabil og þá meina ég að við prófuðum ALLT til þess að hjálpa henni að sofa betur.
og ég get nefnt þrennt sem virkaði vel fyrir Emilíu:
Lúlla, myrkvunargardínur og sér herbergi …
HVER ER LÚLLA?
Ég er ótrúlega þakklát fyrir það að fá að vinna með RóRó, þar sem þessi litla dúkka gerir kraftaverk. Já það er kraftaverk þegar börn sofa vel.
Lúlla er mjúk tuskudúkka sem spilar upptöku af andardrætti og hjartslætti móður í slökun. Með þessu á hún að líkja eftir nærveru og er ætluð börnum frá fæðingu. Lúlla stuðlar að bættum svefni, vellíðan og öryggistilfinningu barna. Hönnun dúkkunnar er byggð á rannsóknum sem sýna að nærvera umönnunaraðila hefur margvísleg jákvæð áhrif á ungabörn.
Lúlla spilar upptöku af raunverulegri öndun og hjartslætti í 12 klst.
Lúllu dúkkan er margverðlaunuð barnavara og elskuð út um allan heim. Ég las að það hafa hátt í 200.000 eintök selst til rúmlega 80 landa frá því að hún kom á markað. Það er magnað! Ég elska að sjá þegar íslensk fyrirtæki ganga vel og ná svona langt.
Hún hefur hjálpað með að:
- Sofna
- Sofa lengur í senn
- Róa börnin fyrir svefn
- Sofa lengur í daglúrum
- Aðlagast nýjum aðstæðum
- Líða betur á ferðinni
- Finna fyrir öryggi og huggun
Lulla doll fæst hér og svo er ég með kóða sem gefur ykkur 15% afslátt.
Kóði: trend15
Ég gæti ekki mælt meira með Lúllu eftir okkar reynslu af henni. Það er líka gaman að sjá hvað hún hefur hjálpað mörgum börnum um allan heim að sofa betur :)
Skrifa Innlegg