fbpx

TOP 8 Á KANARÍ

2022FERÐALÖGKANARÍ

Þá erum við komin heim úr dásamlegu fríi. Það var ótrúlega gott að byrja árið á því að fara í smá sól & ég mun klárlega endurtaka þetta. Mæli mikið með að ferðast á þessum árstíma þó að veðrið geti verið allskonar. Við vorum heppin.

En þar sem við vorum að ferðast á off season/covid tímum þá hef ég auðvitað ekki hugmynd hvernig upplifunin af stöðunum er þegar  allt er í túristum. En allavega hér kemur minn listi af top 8 hlutum fyrir Kanarí ferðalagið …

HÓTEL
Resort Cordial Santa Agueda

Mæli klárlega með þessu hóteli. Við bókuðum íbúð með 3 svefnherbergjum & einkasundlaug. Það var ótrúlega næs & sérstaklega næs að hafa svona privacy á covid tímum.

LEIGJA BÍL & FARA Í ROAD TRIP
Við erum að tala um að það er stutt að fara ALLT á kanarí & ótúlega næs að vera með bíl til að geta stokkið hingað & þangað. NEMA þegar maður leggur honum á stóru bílastæði yfir nóttu & daginn eftir er kominn götumarkaður & enginn bíll að finna … já það gerðist.

PERCHEL BEACH CLUB
Vá vá vá. Mæli svo mikið með að kíkja þangað í smá lúxus. Til að vera alveg hreinskilin þá er þetta mjög dýrt en við fengum 50% afslátt af því að við erum að gista á hótelinu. Þetta er misdýrt þar sem þú borgar í rauninni fyrir bekkina/rúmið sem þið veljið að hafa yfir daginn.

MOGÁN
Hvít hús & blóm út um allt. Virkilega fallegur staður. Það er hægt að borða góðan mat, sólað sig á ströndinni, labba um fallegu göturnar, farið í bátsferð & skoða í búðir.

ANFI BEACH 
Þar voru nóóóg af túristum get ég sagt ykkur, frekar overwhelming. EN ef þú ert mikið fyrir strendur þá er þessi algjört bjútí. Sjórinn var svo tær & ströndin svo hvít. (Ströndin er man made & er flutt inn frá Bahamas)

Við hliðiná ströndinni er hægt að labba yfir á litla hjartalaga eyju sem er mjög sæt. Við tókum göngutúr þar & skoðuðum. Þarna er veitingastaður & svo er hægt að leigja rúm/bekki yfir daginn.

MELONERAS 
Meloneras er hverfi á spáni … fína hverfið. Við löbbuðum meðfram sjónum & framhjá öllum fínu veitingastöðunum & enduðum svo á starbucks 😆 Ég er viss um að það sé ótrúlega næs að setjast inn á einhvern af þessum veitingastöðum til að borða góðan mat en Emilía var ekki beint í þannig stuði. En við kíktum síðan aðeins í búðir & enduðum svo á ströndinni.

Ef maður labbar aðeins lengra þá er maður kominn á svokallaða sand dunes. Mig langaði svo að fara þangað en það var of mikill vindur daginn sem við ætluðum. Kannski næst …

TAPAS
Við fengum okkur oft tapas í ferðinni – persónulega þá finnst mér það mikið skemmtilegra en að panta einn aðalrétt. Ég elska að deila með öðrum & smakka alls konar. Sumt var algjör vibbi en margt líka mjög gott.

CHURROS
& svo síðast en ekki síst … CHURROS!
Ég fæ vatn í munnin við að horfa á þessa mynd sem ég stal af netinu af því að ég átti enga mynd sjálf – ekki oft sem ég verð það gráðug að ég geti ekki smellt einni mynd en jú það gerist með churros 😆🤤 Þetta er ekta spænskt & er djúpsteikt deig sem ég dýfði í nutella … alla morgna. Mjöög hollt eða þannig.

Vonandi hafðiru gaman af þessari færslu :) hlakka til að sjá fleiri fara til Kanarííí.

ArnaPetra (undirskrift)

SUNCARE ER SKINCARE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Rakel

  10. February 2022

  📌 Elska að lesa færslurnar þínar! 🤍 📝

  • Arna Petra

   11. February 2022

   TAKK fyrir að lesa & takk fyrir þessi skilaboð Rakel <3 <3