SUNNUDAGS KÓSÝ
Ég elska svona rigninga sunnudaga …
Náttfatadagurinn góði, heitt croissant, gott kaffi, smá skrif hér á blogginu, YouTube áhorf & fjölskyldukósý. Það er hinn fullkomni sunnudagur fyrir mér.
Náttföt: Noomi (þau eru á afslætti núna sá ég)
Skart: Mjöll
Það sem er svo gott við rigninga sunnudaga er það að maður fær ekki samviskubit yfir því að vera inni allan daginn 🌧 eða allavega ekki ég. Tómas er aðeins minni kósýkall þannig hann er líklegur til að fara út & taka til í garðinum eða eitthvað í þá áttina 😅
Á BAKVIÐ TJÖLDIN
Svo var ég að pósta nýju myndbandi í morgunn á YouTube. Myndbandið er VLOG & ég sýni frá deginum þegar tekið var viðtal við okkur í Ísland í dag … þetta er svona á bakvið tjöldin. Þú finnur myndbandið hér fyrir neðan 👇🏻
🦦🤎
Annars þá langaði mig bara til að senda ykkur góða strauma hér á blogginu. Eigið góðan kósý sunnudag & leyfið ykkur að gera ekki neitt. Það er svo gott stundum, þá fer maður líka eldhress inn í vikuna.
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg