fbpx

SUMAR OUTFIT

2021OUTFITSUMAR

BRUNCH
Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan saman á kaffihús Vesturbæjar & mér leið smá eins & í útlöndum. Það að sitja úti við þessi krúttlegu borð í sólinni minnti mig á útlönd. Ég elska svona stundir, þegar ég fer út úr húsi til að fá mér RÁNdýran kaffibolla (þannig er það nú allsstaðar í dag, en þá verður hann að vera góður😅🤞🏻) & horfa á fólkið í kring eða taka tölvuna með & skrifa færslu eins & þessa. Þegar ég bjó í Svíþjóð þá var ég mjög dugleg að gera slíkt en hef verið heldur léleg síðan ég kom til Íslands. Mig langar að gera meira af því núna. Ég þarf helst að fá Trendnet hópinn með einn daginn 😉

(Færslan er ekki unnin í samstarfi en ég er að vinna með bæði Noomi & Vera store)

Eitt sem var kannski ólíkt útlandinu er ullarpeysan. En ég myndi segja að ullarpeysa yfir kjólinn sé sumardressið í ár … & mögulega regnjakki með til vonar & vara ☔️

OUTFIT:
Kjóll: gamall úr mango HÉR er svipaður.
Peysa: noomi
Buxur: noomi en ég klippti þær að neðan
Skór: gamlir keyptir í Svíþjóð
Taska: vera store

Njóttu dagsins í dag kæri lesandi 🌞 Í dag er góður dagur 💛

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

NÝ & FALLEG LÍNA FRÁ MJÖLL

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð