fbpx

RAFRÆNT BABY SHOWER

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Í gær sunnudaginn 8. nóvember þá var mér aldeilis komið á óvart þegar ég kom heim til mín eftir yndislegan dag með Tómasi.

Mínar allra bestu konur voru búnar að plana & setja upp rafrænt BABY SHOWER fyrir mig 🥺 & þarna tóku þær flestar á móti mér á skjánum eins og þið sjáið þá horfi ég beint á tölvuskjáinn!

Mig grunaði þetta ekki BAUN! Tómas stóð sig vel verð ég að fá að segja …

GOODIE BAG

Mamma mín er svo mikill SNILLINGUR & bjó til goodie bag fyrir stelpurnar til að hafa yfir zoom hittingnum 🌟 Í pokanum var miði fyrir stelpurnar til að giska á alls konar eins og fæðingardag, klukkan hvað, þyngd & flr. Svo var ein sæt bleik muffins frá 17 sortum, baby girl blaðra & mentos pakki 😂 hversu flott!

… ég get ekki lýst því hvað ég er heppin með konurnar í mínu lífi 🤍 þær gerðu þennan dag einn sá BESTA í langan tíma 🌟 TAKK aftur fyrir mig 🥺❣️

Það er svo sannarlega hægt að gera gott úr þessum aðstæðum!

KNÚS,Instagram hér.

LÍFIÐ Í ÞESSU ÁSTANDI

Skrifa Innlegg