fbpx

PARIS TIPS

2021FERÐALÖGPARIS

HOTEL: 

Royal Madeleine Hotel & Spa hér.

Ég gæti ekki mælt meira með þessu hóteli. Staðsetningin æðisleg, stutt frá Louvre, Óperuhúsinu, verslunarmiðstöðvum & fullt af næs kaffihúsum & veitingastöðum í kring. Ég myndi segja að hótelið væri í dýrari kantinum en við Tómas getum verið sammála um að það var algjörlega þess virði. Við þráðum að vera á hoteli þar sem okkur liði vel, gætum slakaða á, sofið lengi, farið í spa & borðað góðan morgunmat.

SAMGÖNGUR: 

Við fórum ekki einu sinni í taxa. Enda er það vitleysa í París. Við fórum allt með lestinni & það var mjög fínt & ekki dýrt. Það er hins vegar ekki covid friendly bara svo það sé tekið fram.

VERSAILLES:

Ég hef komið 3x til Parísar & aldrei heimsótt Versali sem er út í hött! Við pöntuðum miða á netinu af því að maður verður að vera búinn að kaupa miða fyrirfram. En svo gátum við keypt miða í garðinn á staðnum, ég hafði víst ekki pantað aðgang í garðinn & garðurinn var ólýsanlega fallegur. Ég læt bara myndirnar tala, held það sé nóg.

SACRE COEUR:

Virkilega fallegt hverfi & kirkjan eins & kastali! Útsýnið frá Sacre Coeur er ekkert smá fallegt. Þetta er hins vegar mikill túristastaður svo það er sniðugt labba svolítið í kring & skoða hverfið ef þú hefur tíma. Túristarnir eru flest allir beint fyrir framan kirkjuna.

VEITINGASTAÐIR & KAFFIHÚS:

Ég ætla eiginlega bara að sleppa því að mæla með einhverju. Þar sem ég var með svo ótrúlega mikið af stöðum sem bæði þið mælduð með & það sem ég var búin að lesa mig til um á netinu. Fór ég á einhvern? neibb. Málið með París er að það eru sæt kaffihús & góðir veitingastaðir á hverju horni. Við vildum ekki fara að eltast við staðina af því að það var svo næs að rölta & detta síðan inná þá sem okkur leyst á. En kannski næst.

Það er kannski einn veitingastaður sem mig langar að mæla með af því að starfsfólkið á hótelinu dásömuðu hann: MOLLARD heitir hann. Virkilega fallegur veitingastaður með góðum mat. Þar smökkuðum við snigla í forrétt … smakkaðist eins & seigur sveppur að drukkna í hvítlauk. Næs ha.

MORGUNMATUR Í RÚMIÐ:

Mig hefur dreymt um að gera þetta á hóteli! Ótrúlegt en satt þá hef ég ekki gert þetta áður að panta roomservice & þá meina ég morgunmatinn í rúmið. Ég ímynda mér bara Kevin í Home Alone …

Ég hringdi sunnudagsmorguninn & var svo spennt að panta morgunmatinn en þá var roomservice ekki í boði um helgar. Ég rölti þá niður í morgunmatinn & fékk þennan fína bakka & raðaði ÖLLU á eins & þið sjáið á myndunum. Ég ætlaði að vera voða rómantísk að sækja þetta fyrir okkur á meðan Tómas lúllaði lengur. En svo var það að labba með bakkann & fara í lyftuna & svo ná í kortið til þess að komast inn í herbergi. Ég var heldur bjartsýn.

Þetta var samt algjörlega þess virði! Bilaður morgunmatur & næs að kúra eftirá með heitan bolla.

MAKKARÓNUR:

Gott eða ofmetið … hvað finnst ykkur?

MOLL: GALERIES LAFAYETTE

Eitt sem er gott að hafa í huga áður en ferðinni er heitið heim er að Charles De Gaulle flugvöllurinn er HUGE! Við vorum mjög tæp á tíma þrátt fyrir að hafa lagt af stað sirka 3 tímum fyrir flug. Það var vesen á lestinni þannig að við enduðum á að taka rútu & mættum á terminalið þegar það voru 10 mín í að það myndi loka! Við mættum líka á hinum endanum á terminalinu & þurftum að taka sprettinn. En það hófst & við komumst heim til Emilíu okkar <3

Annars þá mæli ég svo mikið með að heimsækja París. Þetta er borg sem geymir svo ótrúlega mikið fallegt & ég skoða alltaf eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég heimsæki rómantísku Parííí.

Fylgstu með á instagram hér.

ER ÞETTA JÓLAKJÓLLINN?

Skrifa Innlegg