fbpx

ER ÞETTA JÓLAKJÓLLINN?

2021LÍFIÐ

Kjóll: Noomi

Er ég búin að finna jólakjólinn í ár?? … mögulega🤭

Í dag póstaði ég nýju myndbandi á YouTube, tvö myndbönd á einni viku? Það er nú aldeilis. Þetta hefur allavega ekki gerst lengi, ég er bara í rosalega góðum gír. Það er líka búið að vera gaman að heyra hvað mörg ykkar eru ánægð með vídjóin. Það gleður mig. Ef ég myndi ekki fá feedback þá myndi ég ekki alveg skilja afhverju ég væri að þessu. Þannig takk þið sem gefið ykkur tíma til þess að senda mér línu ❣️

Ég mæli með að horfa á myndbandið þar sem ég sýni frá lífinu heima með veikt barn, svo sýni ég aðeins frá vinnunni minni & svo í samstarfi við Noomi gerði ég HAUL sem byrjar á mínútu 10:33 fyrir ykkur sem nennið ekki að horfa á allt myndbandið. Það er alltaf gaman að fá að sjá vörurnar á myndbandi til þess að vita hvernig efnið er & hvernig flíkin er á.

Annars bara gleðilegan Singles Day 👌🏻
Það eru fullt af fínum tilboðum út um allt & þá er sniðugt að byrja að versla einhverjar jólagjafir. Mér finnst þetta reyndar rosalega yfirþyrmandi þannig ég veit ekki í hvaða átt ég á að horfa. Þannig að ég mun líklegast ekki kaupa neitt í dag ef ég þekki mig rétt en kaupi svo eitthvað á morgunn ekki á afslætti. Það er mjög týpískt ég 😅🙈

EEN allavega press PLAY 👇🏻

PARÍS VLOG

Skrifa Innlegg