fbpx

ÓVÆNTUR GLEÐIGJAFI Á LEIÐINNI!

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Passið ykkur öllsömul það er sóttkvíbarn á leiðinni í þennan heim … !!! 

Við Tómas erum að springa úr gleði yfir þessu óvænta gulli sem er að bakast í mallakút. Þetta er svo mikið KRAFTAVERK eins & hvert einasta barn <3 

Það hefur verið mjög erfitt að halda þessu leyndarmáli & það er ótrúlega skrítið að vera að ganga í gegnum eitthvað svona & á meðan þá veit enginn neitt. Þannig ef það er einhver þarna úti í sömu stöðu, þá skil ég þig mjög vel ?

EN hvar á ég að byrja?

 … ég tók mitt fyrsta þungunarpróf á íslandi þann 13.maí 2020 & eina ástæðan fyrir því að ég tók prófið var að ég var orðin viku of sein. Ég var búin að vera með væga túrverki í viku & var alveg handviss um að ég væri bara alveg að fara að byrja … en ákvað samt að taka próf til öryggis. 

Búmm … búmm … búmm … 

TVÖ STRIK!?!?

Ég hef aldrei orðið ólétt áður þannig að sjokkið var mjööög mikið. Ég trúði þessu ekki í eina sekúndu & ég vissi heldur ekkert hvað ég ætti að gera eða við hvern ég ætti að tala (þarna var Tómas farinn út til Svíþjóðar). Það eina sem ég vildi var að vita hvort þetta prik væri að segja satt. Þannig að ég tók annað próf … & svo annað … & svo annað. Alltaf kom jákvætt.

Ég hringdi strax niður á spítala & var alveg HÁskælandi (af gleði) á meðan ég talaði við konuna sem svaraði símanum. Hún var ekki alveg viss um hvort þetta væri eitthvað sem ég vildi þar sem ég gat varla talað ég grét svo mikið ? En hún var svo YNDISLEG & hjálpleg. 

Ég hafði síðan samband við heilsugæsluna & fékk að tala við ljósmóður. Ég datt svo sannarlega í lukkupottinn af því að ég fann strax að mér fannst gott að tala við hana & ég heimtaði að fá að hitta hana þegar ég kæmi aftur heim til Íslands. Við sáum að það besta í stöðunni var að fara í snemmsónar úti í Svíþjóð þar sem ég er ekki sjúkratryggð á Íslandi.

 Þarna voru 3 dagar í að ég færi út til Tómasar til að segja honum <3 

Ég sagði engum frá litlu bauninni okkar í HEILA 3 DAGA sem var alveg skelfilega erfitt. 

Svo kom ég út til Tómasar & gaf honum þessa fallegu gjöf ?
Viðbrögðin hans koma inn á YouTube á sunnudaginn! 

Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með hér á blogginu. Ég er alveg ný í þessu þannig ég hlakka til að geta spjallað & fengið ráð frá ykkur líka. TAKK aftur fyrir allar dásamlegu kveðjurnar, við erum í skýjunum!

KNÚS,

NÝ HLIÐ AF MÉR ...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. HI beauty

    14. July 2020

    Innilega til hamingju <3