fbpx

OUTFIT – LÍFIÐ Í DESEMBER

2021LÍFIÐ

Húfa: AndreA – hér.
Peysa: AndreA – hér.
Buxur: Noomi – hér.
Skór: AndreA – hér.

Ég elska desember og hef alltaf gert. Jóla og afmælismánuðurinn mikli. Jólaljósin sem gleðja mann í skammdeginu, fjölskyldustundirnar, kertaljósin, smákökurnar, jólamyndirnar og jólasnjórinn (en hvar er hann?).

Húfa: AndreA – hér.
Úlpa: AndreA – hér.
Buxur: Noomi – hér.
Skór: AndreA – hér.

Samt verð ég að viðurkenna að ég upplifi desember líka sem stressbombu. Einhvernvegin líður mér alltaf eins & ég eigi eftir að klára óteljandi hluti. Stundum er það bara óþarfa kröfur um að ná að gera allt. Veit samt ekki alveg hvaðan það kemur, hvort það sé tengt samfélagsmiðlum og að sjá hvað aðrir eru að gera, stress í vinnunni, veikt barn (og allt fer á hold) eða bara að ég á eftir að klára nokkrar jólagjafir. Þetta er kannski samanblanda af öllu þessu.

Ég ætla bæði að skrifa þetta til mín og þín. Ef þú ert í stressi í desember þá er gott að staldra aðeins við og hugsa hvað er mikilvægast. Það má sleppa sumu og taka því rólega yfir jólamynd með fjölskyldunni. Það má borða yfir sig af smákökum og fá 0 samviskubit. Það má vera á seinustu stundu með jólagjafirnar en þá verður maður líka bara að hafa gaman af því. Það er líka bara kósý og partur af jólastemningunni að eiga eitthvað eftir, gera sér ferð í bæinn og fá sér kakó og skoða búðirnar. Elska það!

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag. Hafðu það gott og ekki missa þig í stressinu. Það er óþarfi.

& eitt annað …

Ekki gleyma að horfa á nýjasta myndbandið á YouTube:

ArnaPetra (undirskrift)

FALLEG GJÖF FYRIR HANA

Skrifa Innlegg