Vikuminnisblokk frá Reykjavík Letterpress hér.
MONDAY
Dauðþreytt & kasólétt eftir helgina 💻 … ég finn bara að ég er að verða meira & meira ólétt með hverjum degi sem líður 🙈 En þessi helgi var ein besta í langan tíma af því að núna er allt að gerast í 🏡
Fyrir ykkur sem ekki vitið þá erum við Tómas búin að vera í framkvæmdum síðan í september & erum búin að vera að gera upp íbúð í húsinu hjá mömmu & pabba. Við erum ekkert smá heppin að fá að vera hér & að hafa fengið svona góða hjálp frá fólkinu okkar 🌟
Hins vegar þá eru þessar framkvæmdir búnar að taka frá okkur mikla orku enda hef ég ekki einu sinni haft orkuna í að gefa ykkur smá update hér eða á Instagram. Mér er búið að líða eins & ég sé í kappi við tímann & checklistinn endalausi verður alltaf ennþá lengri. En núna fer þetta allt saman að róast þar sem við erum á lokametrunum með íbúðina. Sem þýðir að við getum bráðum farið að einbeita okkur að því að gera allt tilbúið fyrir litlu stelpuna okkar sem við eigum von á í janúar en hún gæti nú svosem alveg komið hvenær sem er. Það er margt sem á eftir að gera áður en hún mætir í heiminn en ég reyni alltaf að minna mig á að maður þarf ekki að vera búinn að gera eða kaupa allt & það er alltaf hægt að biðja um hjálp ef hún kæmi fyrr.
En að framkvæmdunum aftur! Ég er búin að vera að fara yfir efnið sem ég hef tekið upp á þessum mánuðum & VÁÁ munurinn! Fyrsta framkvæmdarmyndbandið kemur í lok vikunnar – & ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með ÖLLU á YouTube 🤗
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég búin að sakna þess svo mikið að setjast niður & skrifa þannig núna ætla ég að vera alveg óþolandi virk. Ég ætla að sýna ykkur frá framkvæmdum & alls konar skemmtilegu tengdu undirbúningnum fyrir stelpuna.
Vonandi viljið þið fylgjast með því:):)
KNÚS,
Skrifa Innlegg