fbpx

JANÚAR UPDATE

LÍFIÐMARKMIÐ & BULLET JOURNAL

Screenshot 2020-01-23 at 18.03.37

Jæææja,

Verið velkomin á bloggið <3

Hér í þessari færslu langaði mig að gefa ykkur smá Janúar UPDATE eins og fyrirsögnin gefur til greina…það er nefnilega svolítið spennandi sem mig langar til að gera með ykkur?

Eins og þið eflaust vitið þá er ég lasin. Æj æj Arna, lífið heldur áfram. Já ég er nú bara með flensuna & já lífið heldur áfram.

En yfirleitt þegar ég er föst heima eins og núna þá fæ ég mikið af skemmtilegum hugmyndum. Allt í einu er ég með miklu fleiri klukkutíma til að brainstorma (já, hér má enskusletta).

Úr einu í annað að þá er ég að læra fjölmiðlafræði & ef kennararnir mínir myndu sjá hvernig ég skrifa hér á blogginu, þá veit ég ekki hvað þær myndu gera við mig. Jafnvel henda mér úr bekknum?? ?jæja, áfram gakk.

En aftur að hugmyndunum, þá hefur mér dottið í hug allskonar skemmtilegt seinustu daga. Það sem stóð allra mest upp úr var hugmyndin um að læra betur á LIGHTROOM & enda á því að gefa ykkur aðgang að mínum eigin PRESETS (filters).

VÁ hvað það væri mikill draumur, ég hef svo lengi ætlað að láta reyna á þetta. Þið hafið líka mörg sent á mig spurningar varðandi myndirnar mínar & hvernig ég vinn þær… þannig að þessi hugmynd er nú ekkert svo vitlaus.

Hvað finnst þér? <3

En af því að það er líklegast langt í að Lightroom PRESETS verði að veruleika að þá skal ég sko segja þér að núna á sunnudaginn þá kemur inn NÝTT & skemmtilegt helgar VLOG! Það er mjög skemmtilegt, ég lofa :) þannig að þú bíður bara spennt/ur.

img_5331
Takk fyrir að lesa!

Knús,

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

BULLET JOURNAL Í FYRSTA SINN

Skrifa Innlegg