fbpx

BULLET JOURNAL Í FYRSTA SINN

MARKMIÐ & BULLET JOURNAL

a ift

BULLET JOURNAL
2020

Hér í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur allt sem tengist BULLET JOURNAL, hvað það er, afhverju ég byrjaði, hvernig mín bók er uppsett & hvar ég fæ INSPO.

Ég er að gera þetta í fyrsta sinn, þannig að það er ekki mikil reynsla hér á bæ…

Svona ef við förum aftur í tímann þegar ég byrjaði á því að leika mér með auða bók, þá skrifaði ég allt í litla skissubók sem ég keypti í Søstrene Grene, þið kannski munið eftir henni í story hjá mér í FYRRA (2019):

img_3740

Svona bækur eru ein besta leiðin fyrir mig til að minnka frestunaráráttuna mína, eins & ég nefndi í seinustu færslu, markmiðin mín 2020. Ég vil standa við það sem ég segi & framkvæma hlutina sem mig langar til að gera. Að skrifa þá niður í litla sæta dagbók sem er gerð algjörlega eftir mínu höfði er SVO GAMAN & þvílíkur munur sem ég finn á mér eftir að ég byrjaði.

HVAÐ ER BULLET JOURNAL?

Bullet Journal er auð bók fyrir þig til að vera skapandi & skipulögð/skipulagður. Það eru engar reglur, heldur setur þú hana upp, & skráir niður hjá þér það sem þú vilt…það er hægt að finna svo mikið á netinu en ég ætla að fara aðeins yfir það hvernig ég setti mína bók upp & hvað ég nota.

HVAÐA DÓTADÚLLERÍ NOTA ÉG?

Á afmælinu mínu (19. desember)  fékk ég mikið fínt frá ma&pa til að dúlla mér við þetta litla áhugamál mitt.

eins & þessa bók…
Bók: Leuchtturm1917 A5 Dotted

& þessa penna!
Pennar: Bæði Tombow (mæli mikið með) & Panduro (mæli ekki eins mikið með)

img_3786

En svo er líka bara hægt að gera þetta ódýrt & kaupa auða bók í Søstrene Grene & nota pennana sem þú átt heima inni í skáp. Maður þarf alls ekki að eiga allt!

UPPSETNING Á BÓKINNI MINNI 2020

IMG_3825

2 0 2 0
Hér setti ég upp allt árið & svo get ég skrifað fyrir neðan hvað er framundan fyrir hvern mánuð…

IMG_3826

GOAL PLANNER
Hér skrifa ég niður markmið fyrir árið & hvernig ég ætla að framkvæma þau.

BLOG & YouTube HUGMYNDIR
Núna er ég búin að fylla í allt en ég vildi bara ekki vera að segja frá öllu…

Ég fór yfir allar hugmyndirnar ykkar í síðustu viku sem þið komuð með í gegnum instagram, þær voru svo GEGGJAÐAR að ég get ekki beðið eftir því að vinna mig í gegnum þær! Takk aftur fyrir að senda á mig <3 

$$$ Money, money, MONEYYY $$$

Á þessu ári ætla ég að venja mig á að spara, allavega reyna að hafa það í huga áður en ég kaupi mér óþarfa hluti. Ég ætla að skrá niður hvað ég eyði miklum pening í mat, bensín & annað (t.d. út að borða, föt, bíó). Svo ætla ég alltaf að skrá niður launin mín í hverjum mánuði til að sjá hversu mikinn pening ég get tekið til hliðar.

2020 Í MYNDUM
Ég er virkilega spennt fyrir þessum tveimur opnum (þær eru tvær)…ég ætla að velja eina uppáhalds mynd fyrir hvern mánuð.

Ég á mini canon printer sem ég mun prenta myndirnar mínar úr og líma svo hér.

PLACES I VISITED
Hér mun ég skrifa niður staðina sem ég hef heimsótt á árinu. Ef ég þekki mig rétt þá verður líklegast mikið af myndum + lýsing á staðnum sem ég heimsótti.

JANÚAR 2020
UPPSETNING
Á fyrri blaðsíðuna skrifaði ég niður mánuðinn, afmælisdaga & einnig spennandi viðburði sem eru planaðir fyrir mánuðinn.

Á seinni blaðsíðunni eru markmiðin mín fyrir mánuðinn sem ég mun síðan dreifa niður á vikurnar.

VIKUPLAN

Ég er mjög ánægð með að hafa yfirsýn yfir alla vikuna á einni opnu.

Ég skrifa niður lista af litlum markmiðum sem ég ætla að setja mér fyrir hverja viku & þá hef ég listann alltaf fyrir framan mig & get þá skipt þeim niður á dagana. 

Ég bætti þessu við á hvern dag:

Ég er…

Þar ætla ég að skrifa affirmation eða staðreynd um/fyrir mig sjálfa. T.d. ég er dugleg, þakklát, jákvæð, góð kærasta, góð systir, góð vinkona, metnaðargjörn o.s.fr.

Mood…

Þar ætla ég að skrifa hvernig mér leið þann dag í stuttu máli.

HVAR FÆ ÉG INSPO?

Ég vil auðvelda þetta allt saman fyrir ykkur & benda ykkur á Amanda Rachlee, hún er svo geggjuð. Hún sýnir frá því hvernig hún setur upp bókina sína, hvernig mánuðirnir líta út & bara allskonar sniðugt & skemmtilegt.

Mæli MIKIÐ með henni…

https://www.youtube.com/user/amandarachlee/videos

img_5331

Takk fyrir að lesa & þið megið endilega senda á mig ef þið eruð sjálf með Bullet Journal eða eruð með einhver góð tips! Alltaf svo gaman að fá fleiri hugmyndir frá ykkur<3

Knús,

ArnaPetra (undirskrift)

MARKMIÐIN MÍN 2020

Skrifa Innlegg