fbpx

MARKMIÐIN MÍN 2020

MARKMIÐ & BULLET JOURNAL

markmic3b0-2020-1.png

TAKK FYRIR<3

Rosalega var ég glöð þegar ég sá áhugann fyrir markmiðasetningu og dagbókum í gegnum Instagram & TAKK æðislega fyrir að senda inn <3 Ég er nefnilega algjör nörd þegar kemur að þessum hlutum, eða ég vil allavega meina það.

MARKMIР

Í þessari færslu ætla ég að fara aðeins yfir það hvernig ég ætla að setja mér markmið á þessu ári, hver þau eru og hvernig í óóósköpunum ég ætla að vinna að þeim…og vonandi næ ég í leiðinni að gefa ykkur hugmyndir. 

…eins og þið eflaust vitið þá er komið nýtt ár og nýr áratugur ? hjálpi mér hvað það er spennandi og gaman!

En þó það sé spennandi og gaman, fer hausinn minn á milljón og einhvern veginn ætla ég mér að gera ALLT og þá meina ég bókstaflega ALLT. Ég er örugglega með um 50 markmið sem mig langar til að setja mér. En að vera með 50 markmið er ekkert rosalega skynsamlegt.

Það sem hefur reynst mér mjög vel er að setja mér bara FÁ en frekar ,,stór” markmið fyrir árið og síðan vinna jafnt og þétt að þeim með því að setja mér nokkur minni markmið í hverjum mánuði.

 

DÆMI:

Markmið 2020:

SPARA!!!

Mánaðarlegt markmið:

– Taka til hliðar X mikinn pening þegar ég fæ útborgað

Vikuleg markmið:

– Preppa nesti

(í stað þess að fara út að borða= SPARA)

 

Í fyrra setti ég mér lítil markmið fyrir hverja viku, ég setti hverja blaðsíðu upp eins og  ckecklista & VÁ þvílíkur munur sem ég sá á mér. Ég held að frestunaráráttan hafi bara horfið eftir að ég byrjaði að skrifa hlutina niður. Svo er lykilatriði að gera lítil box fyrir framan sem þú VERÐUR síðan haka við þegar þú hefur klárað markmiðið. Það er svo góóóð tilfinning að checka í boxin:)

Það að hafa byrjað á að setja mér svona lítil markmið og geta leikið mér með auða blaðsíðu nákvæmlega eins og ég vildi, gaf mér þá hugmynd að byrja með Bullet Journal. Það er aðeins frjálslegra en venjuleg dagbók og mjög skemmtilegt dúllerí eins og ég vil kalla það.

Ef þú veist ekki hvað Bullet Journal er þá skaltu bíða spennt/ur eftir næstu færslu sem kemur mjöög bráðlega.

 

MARKMIÐIN MÍN

2020

Mér finnst mjög gott að skipta þessu niður…ég, fjölskyldan, sambandið, vinir, vinna, blogg, youtube o.s.frv. Ég ætla ekki að segja ykkur nákvæmlega öll mín markmið af því að mörg þeirra eru bara frekar private, sem þið fáið mögulega að vita seinna á árinu. Vonandi fyrirgefið þið það:):)

En hér eru allavega nokkur skemmtileg markmið fyrir 2020:

JÁKVÆÐNI: 

☐ Mig langar að halda áfram að horfa á það jákvæða og ekki einblína á það neikvæða.

 

PRÓFA NÝJA HLUTI:

☐ Halda áfram að prófa nýja hlutina þegar tækifæri gefst. 

Það er oft gott og hollt að henda sér í djúúúpu og pæla alls EKKI neitt í því hvað öðrum finnst, það er ekki auðvelt en það er hægt að temja sér það. Svo er þetta líka þannig að það eru alltaf allir að fara að vera með skoðanir á því sem maður er að bralla, alveg sama hvað það er. 

VINIR:

☐ Mig langar til að skapa fleiri minningar með vinum mínum hér í Västerås svona áður en ég flyt aftur heim…JÁ ég er að fara að flytja aftur til ÍSLANDS ?
ÆJÆJÆJJJJ

SPARA:

☐ Ég á mér draum sem ég vil láta rætast á þessu ári og þá er ekki annað í boði en að læra að spara.
ÉG GET, ÉG SKAL & ÉG VIL ??? sagði ég þetta í vitlausri röð?…æj mér er alveg sama?

LÆRA:

☐ Ég ætla að prófa allskonar námskeið!
MJÖÖÖG SPENNT!

FLYTJA!

☐ Okkur Tómasi langar til að flytja á einhvern nýjan stað…segi ekki meir. okbæ.
OBBOBBBOBBB?

Þetta eru allavega nokkrir skemmtilegri hlutir sem mig langar að vinna að á árinu. Ég vona að þetta hafi gefið ykkur eitthvað INSPO…munið bara að setja ykkur geranleg markmið, þetta má auðvitað vera challenge en verður samt að vera geranlegt!

Takk fyrir að lesa & HAPPY 2020!

img_5331

ArnaPetra (undirskrift)

 

 

 

 

 

 

 

Skrifa Innlegg