fbpx

HELGI Í KJÓSINNI

2021LÍFIÐ

KJÓSIN FAGRA
Við fjölskyldan eyddum allri helginni í kjósinni fögru sem er alltaf jafn yndislegt. Það er alveg extra næs að komast í annað umhverfi þegar maður er svona mikið heima …

UPPÁHELLT ☕️  
Það er fátt betra en að vakna við kaffi ilminn í kjósinni. Ég þyrfti helst að eignast eina litla sæta kaffivél heima fyrir spari uppáhellingu … HELLÚ Sjöstrand? Getið þið ekki búið til eina þannig beauty vél? 😄☕️☕️☕️  neiinei ég segi svona.

Winter WONDERLAND ☃️
Ég veit ekki hverjum datt þetta í hug en þau eru öll hetjur 😄
Það hefði ekki ein einasta sála náð að mana mig upp í að stinga mér í snjóinn.

Á meðan vorum við Emilía inni að knúsast & reyna að leggja okkur aðeins. Emilía hefði nú alveg verið til í að vera úti með þeim en hún þarf að bíða í þónokkra mánuði í viðbót áður en hún fer að stinga sér í snjóinn 🥶

Núna er það bara að ganga frá & koma öllu dótinu í bílinn. Ég get svo svarið það að mér líður eins & ég eigi 10 börn við tókum svo mikið dót með okkur 🙈

Bless & góðar kveðjur úr sveitinni 👋🏻

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HJÓNAHERBERGIÐ ER FULLKOMNAÐ

Skrifa Innlegg