fbpx

HEIMFERÐ EINA FERÐINA ENN

2020LÍFIÐ

 

HEIMFERÐ

 Góðan & blessaðan daginn. Í morgunn þá vaknaði ég fyrir allar aldir til að ná lestinni sem fór með mig til DK. Tómas skutlaði mér & svo þurfti ég að kveðja hann eina ferðina enn :( Í þetta sinn þá þarf ég að bíða alveg þangað til í ágúst til að hitta hann þar sem hann ætlar að vera í skóla í Svíþjóð <3 ÚFF hvað ég mun sakna hans mikið!

En að ferðasögunni aftur… þegar ég labbaði út úr lestinni þá tóku á móti mér hermenn eða menn í hermannabúning, eru það ekki hermenn annars??

Þeir voru voða næs & vísuðu mér til vegar. Svo náði ég auðvitað að flækja þennan flugvöll fyrir mér … sjokker! & einhvernvegin náði ég að fara með stóru ferðatöskuna mína alveg í gegn & næstum að öryggisleitinni áður en ég fattaði að ég var á kolröngum stað. Með STÓRU töskuna mína sem ég var ekki búin að innrita? Ég er ekki í lagi, of þreytt kannski.

Þetta fór allt saman vel enda hafði ég allan tímann í heiminum til að villast & klaufast þar sem ég var mætt mjög snemma.

En hér á flugvellinum eru allir með grímur & spritt. Þannig að ég vona bara svo innilega að ég & allir aðrir sem eru hér á ferðinni komist heim veirulausir ??

Núna sit ég í rólegheitum & skrifa færslu á Trendnet á meðan ég bíð spennt eftir því að komast heim til allra <3

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott kæri lesandi <3

KNÚS,

ROADTRIP UM SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg