fbpx

ROADTRIP UM SVÍÞJÓÐ

LÍFIÐSVÍÞJÓÐ

2344399647 km um Svíþjóð á rauðu þrumunni 🚗með aleiguna okkar í skottinu…það var FJÖR!

Að ferðast um Svíþjóð er mjög vanmetið, þannig að ef þú býrð í SWE þá mæli ég hiklaust með því að fara í roadtrip EN kannski best að geyma það að ferðast þangað til ástandið verður betra.

Eftir að hafa troðfyllt bílinn af eins miklu dóti & komst fyrir úr íbúðinni vorum við tilbúin að kveðja Västerås & leggja af stað.

JÖNKÖPING

Fyrsti áfangastaðurinn var Jönköping, við stoppuðum þar örstutt. Við gistum á herragarði með ekkert wifi, mikið af pöddum, flugum & það var brjálað stuð.

HALMSTAD

Daginn eftir komum við okkur niður til Halmstad sem var ÆÐI!
Við vorum svo heppin að fá að gista í húsi vinar Tómasar sem er staðsett við ströndina.

Ísbúð: World Of Riccardo
Strönd: Tylösand Strand
Lunch: Hotel Tylösand & Cyrano

KALMAR 

Við stoppuðum síðan í eina nótt í Kalmar & fengum að skila af okkur dótinu. Það var gaman að skoða Kalmar & sjá hvar Tómas mun eyða sumrinu. Kalmar heillaði mig strax & ég er viss um að Tómas eigi eftir að eiga eitt besta sumarið hér í þessum draumabæ.

KIVIK
AGDA LUND – BED & BREAKFAST

Hefurðu heyrt um bæinn Kivik?…nei ég hafði aldrei heyrt um hann heldur. Elísabet, snillingurinn sjálfur, uppgötvaði staðinn & það var ekki annað hægt en að stökkva á þennan krúttlega BLÁA bed & breakfast.

Okkur leið mjög vel þarna, mjög krúttlegt & hótelinu er haldið uppi af yndislegri fjölskyldu. Það sem heillaði mig mjög var að þegar við mættum á svæðið voru þau í fullri vinnu við að umpotta & setja blóm ÚT UM ALLT fyrir sumarið. Mjög fallegt…

Eitt TIPS til ykkar ef þið skellið ykkur á gistingu á Agda Lund…ekki vekja nágrannann! Það var víst mjög viðkæmt, allir farnir eldsnemma að sofa, veggirnir frekar þunnir & við vorum ekki beint þau vinsælustu í setustofunni. ÆJ við sem vildum bara spjalla & eyða smá tíma saman 😂 ÚPS!

EVA PÅ TORGET

Við borðuðum á litlum & sætum veitingastað rétt hjá hótelinu.
Maturinn var góður, þjónustan var ágæt & staðurinn bilaðslega sætur. Mér sýndist þetta einnig vera fjölskyldufyriræki & við elskum það.

KIVIK LEYNISTRÖND!

Ástæðan fyrir því að ég kalla þetta leyniströnd er sú að ég hefði líklegast aldrei fundið staðinn ef við hefðum ekki verið með Elísabetu & fjöllu! Þau eru alveg með þetta á hreinu. Við eyddum heilum degi á ströndinni & nutum þess að vera saman<3

FRIDEN

Besta PIZZA í Svíþjóð takk fyrir pent.

FALKENBERG

Við tókum stutt strandstopp í Falkenberg af því að við gátum ekki hugsað okkur að vera lengur inni í rauðu þrumunni 🚗

GAUTABORG

Gautaborg var algjör skyndiákvörðun, enda ekki í leiðinni…en Tómas komst inn í skóla til að taka einn kúrs sem er ný skylda í flugnáminu. Hann þurfti að fara í svokallað UPRT þar sem hann er bókstaflega að hrapa í hringi & þarf að læra hvernig á að bregðast við því. Mjög krípi EN mikilvægt!

Við skoðuðum svo Gautaborg örlítið & það sem við sáum var bara ekkert annað en NÆS!

Eftir Gautaborg var ferðinni haldið til Kalmar (já aftur) & hér erum við núna.

Tómas var að byrja í skólanum á mánudaginn & ég er bara að dúlla mér hér, aðallega niðri í miðbæ, hangandi inná kaffihúsum & er auðvitað strax orðin fastakúnni á espresso house 😂 Starfsfólkið er farið að muna eftir mér. Þetta minnir mig smá á þegar við vorum nýflutt til Västerås, þá labbaði ég á milli kaffihúsa, drakk yfir mig af kaffi & glápti á fólkið labba framhjá. Ég er að endurupplifa það einmitt núna.

Núna styttist í að ég komi heim til Íslands en flugið mitt er í næstu viku & ég er mjög spennt <3

Takk fyrir að lesa & hafðu það gott <3

Fylgist endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube – það kemur inn nýtt myndband bráðum!
Arna Petra

KNÚS,

LIFE UPDATE & NÝTT MYNDBAND

Skrifa Innlegg