fbpx

HÆ FRÁ KANARÍ – SPURT & SVARAÐ

2022FERÐALÖGKANARÍLÍFIÐ

HÆ FRÁ KANARÍÍÍ

Við fjölskyldan tókum þá ákvörðun að kveðja aðeins dimma janúar & skella okkur til Kanarí. Ég er búin að gleyma hvað þetta er frábær tími til þess að fara út. Ég mun mögulega þurfa að gera þetta að hefð ef ég ætla að búa á íslandi eitthvað mikið lengur.

En ég ætla að svara nokkrum algengustu spurningunum sem ég hef fengið síðustu daga …

Hvaðan er kerran hennar?
Þetta er Balios kerran frá Cybex. Hún fæst í Nine kids – ég skal setja link á kerruna hér.

Mætti ég spyrja hvernig þú ferðaðist með kerruna, má maður taka hana með inn í vél eða þurftuð þið að pakka henni einhvernveginn inn og setja með farangrinum?
Við fórum með hana inná flugvöll svo Emilía gæti tekið lúrinn sinn fyrir flugið. Svo tóku þau við kerrunni rétt áður en við fórum inní vélina & þá fór hún í farangursrýmið. Ég mæli með að kaupa tösku utan um kerruna. Við gerðum það ekki & ég sé mikið eftir því.

Hvaðan er þetta sett sem þú ert í þarna? 
Virkilega þægilegt dress en ég mæli kannski ekki með því að ferðast í hvítum buxum með barn 😬

Peysa: H&M
Buxur: Noel studios
Skór: Veja – hurra reykjavík

& svo var líka spurt hvaðan settið hennar Emilíu er …
Emilía er búin að nota þetta sett í marga mánuði. Ég er hissa hvað það endist lengi en það er úr Lindex – er ekki viss hvort það sé ennþá til.

Hvað heitir hótelið sem þið eruð á?
Hótelið heitir resort cordial santa águeda. Læt link á hótelið hér.
Mjög fallegt íbúðarhótel sem er í dýrari kantinum en það er ekki svo dýrt ef maður fer mörg saman eins & við gerðum. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað nánast allar fjölskyldurnar þarna voru með lítil börn.

Hvaðan er þetta sæta dress?
Nine kids. Það eru einmitt útsölur núna sem ég mæli með að kíkja á.
Kjóll: hér.
Buxur: hér.
Sandalar: hér.


Hvaðan er þessi kjóll?
H&M

Hvaðan er bikiníið?
Noomi – hér.

Við vorum rétt í þessu að kveðja fjölskylduna mína & erum farin á annað hótel sem við verðum á næstu vikuna. Það var ótrúlega gott að taka smá frí frá öllu núna fyrri vikuna & slaka á með fjölskyldunni. Það var svo sem ekki mikil slökun með eina eins árs sem svaf ekki vel & er óvön þessu umhverfi & hita. En samt ákveðin tegund af slökun – sól, auka hendur, góður morgunmatur, sundlaug & frábært fólk 🌞

Ég ætla að vera duglegri að gefa update núna seinni vikuna ef netið leyfir mér. Einn galli við kanarí (en samt ekki galli) er hvað netið er hræðilega lélegt.  En þá nær maður oftar að leggja frá sér símann & tölvuna sem ég er að elska.

Þið megið endilega senda á mig ef það eru einhverjar fleiri spurningar.

Instagram: arnapetra

Bless í bili,

ArnaPetra (undirskrift)

TILFINNINGARÚSSÍBANI

Skrifa Innlegg