fbpx

GLEÐILEGAN MÆÐRADAG DUGLEGU MÖMMUR

2021

Ég elska að við tökum frá heilan dag til að fagna duglegu mömmunum sem ólu okkur upp.

Eftir að ég varð mamma þá ber ég miklu meiri virðingu fyrir öðrum mömmum & hvað þá minni mömmu sem var með okkur tvíburana … & mig sem vantar stundum fleiri hendur & ég er með eitt barn 😄  Mamma mín er besta kona HEIMS, besta vinkona, ofurkona, fyrirmynd & HELLING meira. Ég vona að Emilía eigi eftir að elska mig eins mikið & ég elska mömmu mína.

Ég er heppin að fá að vera mamma þín <3
& ég ætla að fagna tilfinningarússíbananum sem fylgir móðurhlutverkinu. Það er eðlilegt að líða allskonar …

& ég mæli með að fylgja þessu mömmu Instagrammi hér fyrir ofan 👆🏻

Til hamingju með daginn duglegu mömmur! & þið líka sem eruð að ganga í gegnum allskonar eins & fósturmissi, ófrjósemi, móðurmissir … þið eruð allar HETJUR ❣️ & ég hugsa til ykkar.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

EITT SKEMMTILEGT ÁR Á TRENDNET

Skrifa Innlegg