Heilt ár á Trendnet … VÁ hvað tíminn líður.
Seinasta ár er búið að vera stútfullt af góðum minningum & við höfum tekið þónokkrar óvæntar stefnur … covid mætti með læti, ég varð ólétt, ég fór heim til Svíþjóðar til að kveðja & segja Tómasi gleðifréttirnar, Tómas kláraði atvinnuflugmanninn, við fluttum síðan til Íslands, Bósi litli dúllukall bættist við í fjölskylduna & vá hvað hann bjargaði mér á meðgöngunni, við fórum í bilaðar framkvæmdir & svo mætti Emilía GULLmolinn okkar í heiminn. WHAT A YEAR!
& ég náði að halda utan um þetta allt saman hér á Trendnet & á Youtube. Eins & Elísabet segir þá er þetta nútíma dagbók. Elska það!
Takk fyrir að taka svona vel á móti mér Trendnet lesendur <3 þið eruð frábær & ég hlakka til að halda áfram að deila með ykkur allskonar vitleysu.
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg