fbpx

VÖRUR SEM GOTT ER AÐ EIGA EFTIR FÆÐINGU – TVÖ LÍF

2021MEÐGANGANSAMSTARF
Færsla skrifuð í samstarfi með Tvö Líf

Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur mínar uppáhalds vörur frá Tvö Líf sem gott er að eiga eftir fæðingu. En á dögunum opnuðu þau glænýja heimasíðu sem mér finnst svo FÍN! & þar er ég með flokk yfir vörur sem ég mæli með …

Flokkurinn minn: hér.

Burðarsjalið góða sem bjargaði okkur mægðum alveg! Emilía vildi á tímabili bara vera í fangi & þá var þetta himnasending. Bæði náði hún að sofa vel & lengi & svo náði ég að dúlla mér við allskonar hluti með TVÆR hendur! 🙌🏻  Það er eiginlega ótrúlegt að hún vaknar ekki þegar hún er í sjalinu en ef ég er með hana í fangi þá má ég varla hreyfa mig & hún er vöknuð haha.

Burðarsjalið hér.

BUXUR Á MEÐGÖNGU & EFTIR FÆÐINGU
hér

Þessar buxur eru þær vinsælustu í Tvö Líf … ekki skrítið! Ég fór í þessum buxum heim af spítalanum sem var mjög þægilegt af því að maður vill ekki vera í neinu öðru en extra þægilegu & mjúku. Svo nota ég þær ennþá hér heima í orlofinu.


GJAFAHALDARAR
Bravado hér
Boob hér – 

Þessir tveir eru ólíkir en báðir mjög góðir. Mér finnst líka gott að hafa til skiptanna ef ég þarf að þvo – sem er oft! Það lekur stundum svo mikið hjá mér & framhjá lekahlífunum & beint í gjafahaldarann 🙈 eða að mín kona gubbar á mig (sem er líka oft). Toppurinn frá Bravado er þannig að þú losar með smellu á hlýrunum & svo er Boob haldarinn þannig að þú færir toppinn til hliðar. Báðir mjög þægilegir 🙌🏻

GJAFABOLIR

– Hlýrabolur hér. –
– Langermabolur hér –

Þessir bolir eru mínir ALLRA uppáhalds! Það sem er svo mikil snilld við þá er að þú lyftir bolnum upp hjá brjóstinu sem er mjög hentugt. Það er aðeins meira ,,privacy” af því þá ertu ekki með brjóstið alveg út í loftið þó að það sé nú líka allt í fínasta lagi 😄 En ég hef notað þessa mjög mikið.

NÆRBUXUR
hér

Meðgöngunærbuxur sem henta líka fullkomnlega eftir fæðinguna. Eftir fæðinguna þá er maður bæði aumur þarna niðri & manni líður svolítið eins & maður sé tómur að innan. Þá er gott að eiga þægilegar nærbuxur. Það var rosalega gott að fara í þessar beint eftir fæðinguna því þær héldu við magan en voru samt ekki of þröngar.

SPRITT
hér – 

Ég er alltaf með þetta á borðinu, bæði fyrir mig & gestina til þess að spritta sig. Aquaint er 100% náttúrulegt sótthreinsivatn! Sprittið er hægt að nota frá fæðingu. Það má nota það á hendur, húð, pela, snuð, leikföng & alles. Það er það sem mér finnst svo mikil snilld við þetta spritt, hvað það er fjölnota.

 

BOSSAKREM
hér

Þetta bossakrem get ég mælt mikið með! Ég nota það mest á bossann en svo verður Emilía stundum rauð í hálsinum & þá nota ég kremið þar líka & það er magnað að sjá hvað roðinn er fljótur að fara. Algjört töfrakrem! En kremið er með bómullarfræsolíu & lavender sem róar húðina & svo er sink sem ver húðina.

Kíkið á nýju fallegu heimasíðuna þeirra hér & svo mæli ég líka með að koma við í Glæsibæ, þær eru alveg yndislegar & mjög hjálplegar.

FATA HAUL & AFSLÁTTARKÓÐI

Skrifa Innlegg