Um helgina fórum við fjölskyldan saman í smá ferðalag norður. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð fyrir helginni. Ég var ekki viss um að hún gæti verið svona lengi í bíl, eða gist á nýju heimili, vakið langt fram á kvöld eða verið í kringum svona mikið fólk. ÆÆ elsku covid börnin & já svo eru það líka við covid foreldrarnir …
Við lögðum af stað þegar Emilía átti að taka fyrsta lúrinn sinn & hún svaf í næstum 1,5 tíma. Síðan stoppuðum við í staðarskála til þess að borða, skipta á börnunum & leyfa þeim aðeins að skoða sig um (mikilvægt að hreyfa sig smá & fá smá útrás). Það tekur nefnilega á að sitja lengi í bíl, líka fyrir mig Ég var allavega ein af þeim börnum sem spurði trilljón sinnum á leiðinni norður ,,hvað er langt eftir?’’. Greyið mamma mín & pabbi.
En svo stoppuðum við næst til þess að fara í sund í Þelamörk sem er rétt fyrir utan Akureyri. Það var mjög fínt að hoppa aðeins í laugina áður en við komum okkur síðan fyrir í íbúðinni.
Þessi bílferð gekk eins & í sögu Ég var með bækur & dót fyrir hana til þess að skoða.
Við leigðum mjög notalega íbúð á Akureyri með Fríðu systur Tómasar & fjölskyldunni hennar sem eru líka með einn lítinn dúllurass á sama aldri & E & einn sætann 3 ára. Það var gaman að við vorum í þessu saman, báðar alveg jafn stressaðar fyrir þessu ferðalagi haha!
Við eyddum heilum degi á Hauganesi sem er lítið þorp í Eyjafirði.
Virkilega fallegur staður sem ég mæli með að kíkja á ef þið eigið leið hjá.
Eins & þið sjáið á myndunum þá var veðrið ekkert að ákveða sig. En hver er ekki vanur því sem býr hér Hauganes var allavega súper NÆS þegar þessi gula lét sjá sig.
Emilía var svona hress & ánægð með fríið … svo er þetta tannlausasta bros ekki lengur svo tannlaust þar sem tvær fyrstu tennurnar komu upp um helgina & ég fékk auðvitað smá kusk í augun Stóra stelpan mín.
Partýpinninn ákvað síðan að segja þetta gott kl 21 á laugardagskvöldinu ef þetta er ekki það sætasta þá veit ég ekki hvað.
Á sunnudeginum borðuðum við brunch með Elísabetu & co fyrir brottför. Svo næs!
Þessi helgi var yndisleg & ég er svo ánægð að við skelltum okkur. Maður vill svo mikið geta farið með þau allt en þegar maður er svona mikið heima & þau ekki vön því að ferðast … þá er það aðeins erfiðara. Ég á það stundum til að mikla hlutina fyrir mér en þetta voru ekkert nema góðar minningar. Núna langar mig bara að gera helling meira skemmtilegt með henni.
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg