fbpx

FÆÐINGARMYNDBAND!

2021EMILÍA BIRNAMEÐGANGANYOUTUBE

Ég næ þessu ekki enn, það er KRAFTAVERK að geta gengið með barn & svo komið því út!! & það sem mér finnst svo áhugavert er að engin ein fæðing er eins & þess vegna lág ég yfir fæðingarmyndböndum (á YouTube) á minni meðgöngu.

Ég var ekki með nein plön fyrir fæðinguna mína. Ástæðan fyrir því er að eftir að hafa horft á öll þessi myndbönd & hlustað á öll þessi hlaðvörp þá vissi ég vel að ég ræð þessu ferli ekki baun. Ég ákvað þá að fara inn í fæðinguna með opnum huga & sjá hvað myndi gerast. Það er svo algengt að of mikil plön sem ekki ganga eftir valdi vonbrigðum og draumafæðingin verður ekki alltaf eins og vonast var til. Þó fannst mér gott að hafa farið á fæðingarnámskeið, þar fengum við kynningu á því sem er í boði á spítalanum sem var mjög gott að vita.

Ég veit að þetta er mjög persónulegt en við Tómas ákváðum í sameiningu að deila þessu með ykkur. Ég veit líka að þið sem fylgið mér bæði hér á blogginu, YouTube & Instagram styðjið okkur 150%. Ég er með besta klappliðið & ég er svo þakklát fyrir ykkur sem sendið mér falleg skilaboð daglega!

Hér geturðu horft á myndbandið (fyrir þá sem vilja) – ❣️

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HELGI Í KJÓSINNI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  5. April 2021

  Ég fæ bara tár í augun yfir þessu myndbandi, svo dýrmætt <3 Til hamingju!

  • Arna Petra

   5. April 2021

   Takk & takk fyrir að horfa Svana 🥺❣️