

Finnst þér þín menntun hafa nýst þér í því sem þú ert að gera í dag?
Að opna veitingarstað er klárlega það mest krefjandi sem ég hef tekið mér fyrir hendur þrátt fyrir að hafa rekið gistiheimili 19 og 20 ára gömul. Ég kláraði BA í frönsku frá Háskóla Íslands og Université Lumière Lyon 2 í júní 2020 og byrjaði í MA námi í alþjóðasamskiptum haustið eftir sem ég kláraði í október 2022 🧑
Ég stundaði námsannir bæði í Lyon og París í Frakklandi og þær dvalir hafa leyft mér að kynnast franskri menningu enn betur og það var einmitt þar sem áhugi minn á vínum og vínbörum kviknaði
BA gráðan í frönsku hefur klárlega hjálpað mér á vínbarnum þar sem ég þarf að lesa efni á frönsku tengt vínum og þess háttar. Einnig hefur það nýst mér við að tala við franska ferðamenn og starfsmenn sem koma til okkar. Ég hef einnig trú á að BA námið muni nýtast mér vel þegar ég fer að búa til frönsk viðskiptatengsl í framtíðinni.
MA gráðan í alþjóðarsamskiptum hefur hjálpað mér ómeðvitað á marga vegu, sérstaklega í tengslum við enskuna þar sem að allt námið var kennt á akademískri ensku sem ég var ekkert sérstaklega sterk í áður en ég byrjaði. Ég byrjaði í náminu í COVID-19 þannig allt fór fram á netinu sem var mjög krefjandi. Ég þurfti einhvern vegin að þróa með mér aga sem var erfitt vegna alls áreitisins sem kemur frá tölvunni og símanum. Sá agi hefur hjálpað mér mikið í allri tölvuvinnunni tengt fyrirtækinu í dag. Þrátt fyrir að ég er búin að mennta mig ágætlega þá var held ég ekkert sem hefði getað undirbúið mig fyrir það að stofna og reka fyrirtæki í veitingarekstri. Það er einn mesti skóli sem ég hef upplifað án þess að lasta menntastofnunum. Reynslan sem ég hef öðlast er afar dýrmæt þrátt fyrir að hver mistök geta verið dýr. Ég held að mistökin sem að ég og Einar höfum gert í veitingarekstrinum hafa gefið okkur þá þekkingu og reynslu sem við búum að í dag, vegna þess að þá gerum þau ekki aftur og verðum ennþá betri í að tækla allskonar mál sem koma uppEinnig hafa ráð og leiðsögn frá vinum okkar sem eru reynsluboltar í veitingargeiranum verið ómetanleg í rekstri fyrirtækisins síðustu mánuði. Þetta eru afar mikilvæg ráð sem ég mun búa að í framtíðinni. Tengslanetið sem ég og Einar höfum búið til á stuttum tíma með því að hafa byrjað þennan rekstur er orðið stórt og mun 100% nýtast okkur í þeim verkefnum sem við munum framkvæma seinna meir. Ég er búin að kynnast svo mikið af allskonar frábæru fólki sem ég hefði annars aldrei kynnst
Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá þér?

Í lífinu sem og heimilinu sæki ég mikinn innblástur frá Frakklandi og Skandinavíu. Ég hef einnig verið að fá innblástur frá fólki úr allskonar áttum. Sérstaklega fólki sem ég er búin að kynnast eftir að við opnuðum Eyju, fastakúnnum og kollegum sem manni er farið að þykja vænt um og lítur upp til 🫶 Einnig finnst mér mikilvægt að skipta reglulega um umhverfi því þá næ ég að sjá hlutina í öðru ljósi og fá innblástur til að tækla verkefnin.

Veldu eitthvað nám sem þér finnst áhugavert því þá er líklegra að þú endist í náminu. Á sama tíma held ég að hvaða nám sem þú ferð í, muni alltaf koma þér að gagni. Ég veit að margir skildu ekki afhverju ég valdi frönsku í BA, sumum fannst það jafnvel tilgangslaust og vera tímaeyðsla, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og það hefur opnað á mörg atvinnutækifæri fyrir mig hingað til. Ef ég vil búa í Frakklandi í framtíðinni og sækja um starf hjá t.d. stofnun eða sendiráði þá gæfi þetta mér alltaf forskot á að fá starfið því að það er oft frekar ráðið einhvern með góða menntun sem getur talað frönsku heldur en einhvern annan með góða menntun en talar einungis ensku. Þannig tungumál eru mjög mikilvæg og opna á allskonar tækifæri og atvinnumöguleika.
Mitt ráð er að hlusta ekki á aðra ef þú ert í sömu sporum og ég var í, gerðu það sem þig langar! En í mínu tilviki finnst mér námin sem ég er búin með vera ákveðin öryggisnet fyrir mig, þau gagnast mér að vissu marki í því sem ég er að gera í dag en opna á fleiri tækifæri á allskonar störfum í framtíðinni. Ég er með mörg stór markmið og hugmyndir sem ég vil að verði að veruleika seinna meir og ég er þakklát fyrir að hafa klárað BA og MA gráðurnar. Mig langar t.d. til þess að stofna ferðaþjónustufyrirtæki samhliða veitingarekstrinum þegar ég mun hafa meiri tíma.

Skrifa Innlegg