Tímaritamynd ársins 2019…
Til hamingju ALDÍS! Ég rifna mögulega úr stolti af þessu hæfileikabúnti sem þessi vinkona mín er.
Þarf ég að kynna hana? Aldís Pálsdóttir er ljósmyndari, hún hefur unnið lengi í faginu og myndað fyrir ótal vörumerki, tískuþætti & tímarit. Hún er með svo ótrúlega næmt auga og tekur fallegar myndir. Hún er ekki bara fagmennskan uppmáluð heldur hefur hún líka svo góða og gefandi nærveru og hefur lag á að láta öllum sem í kringum hana eru líða vel sem sést svo á myndunum hennar.
Í gær voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2019. Mynd Aldísar var valin Tímaritamynd ársins 2019.
Hér má sjá bestu myndir ársins í öllum flokkum.
Við þessar tökur vann frábært teymi og mig langar að deila með ykkur hér að neðan hinum myndunum úr þessari töku ásamt “bak við tjöldin” myndum.
Ég held að fæstir geri sér grein fyrir vinnunni á bak við eina svona mynd. En að baki er oft langur undirbúningur og margt sem þarf að redda eins og í þessu tilfelli eitt stykki sundlaug ásamt öllu hinu. Myndirnar voru sýndar á sýningu Origo á sínum tíma.
Myndirnar eru teknar í Sundhöll Hafnarfjarðar.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Módel: Ragga Theo
Fatnaður: AndreA
Förðun: Sara Dögg með Nyx professional makeup
Hár: Theodora Mjöll
Sýsl & bras: AndreA & Erna Hrund
Aldís – Theodóra Mjöll – Andrea – Ragga – Sara – Erna Hrund
En af því ég er að deila þessu þá er gaman að sýna bakvið tjöldin líka en að taka svona myndir er oft margra daga vinna & skipulag. Hver og ein okkar hefur mikilvægt verkefni til að allt gangi upp. Þetta er sannkallað draumateymi <3
xxx
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg